Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 28
314
KIRKJURITIÐ
Alls sungu á árinu 57 kirkjukórar opinberlega 80 sinnum,
auk söngs við kirkjulegar athafnir. Þess háttar samsöngvar
eru nú orðnir 1572 frá því, er söngmálastjóri hóf starf sitt, 1941.
Sex kirkjukórasambönd héldu söngmót:
1. Kirkjukórasamband Snæfellsnesprófastsdæmis að Breiða-
bliki 30. ágúst. Þátttakendur 5 kirkjukórar, um 60 manns.
2. Kirkjukórasamband Vestur-Skaftafellsprófastsdæmis að
Klaustri 6. desember. Þátttakendur 7, allir kirkjukórar sam-
bandsins, um 120 manns.
3. Kirkjukórasambönd Húnavatns og Strandaprófastsdæma
að Hvammstanga 23. og í Reykjaskóla 25. marz. Þátttak-
endur 3 kirkjukórar, um 50 manns.
4. Kirkjukórasamband Dalaprófastsdæmis að Nesodda 5. apríl.
Þátttakendur 4 kirkjukórar, um 80 manns.
5. Kirkjukórasamband Mýraprófastsdæmis í Borgarnesi 26.
apríl. Þátttakendur 5 kirkjukórar, um 100 manns.
6. Kirkjukórasamband Kjósarsýslu 31. maí. Þátttakendur 3
kirkjukórar, um 50 manns.
Þannig hafa verið haldin alls 55 kirkjukórasöngmót.
Söngskóli Þjóðkirkjunnar var haldinn sem áður frá 1. nóv-
ember til 1. maí. Kennarar voru Sigurður Birkis söngmálastjóri,
Jón ísleifsson organleikari og Sigurður Þórðarson söngstjóri.
Námsgreinar: Söngur (tónmyndun), orgelspil, söngstjórn og
messusöngur. Nemendur voru 12 um lengri eða skemmri tíma,
sumir allan veturinn. Ennfremur var tveimur kennt annars
staðar á vegum Söngskólans. Alls eru nú nemendur Söngskól-
ans orðnir 223.
Söngmálastjóri kenndi 8 guðfræðinemum tón, tónmyndun og
messusöng 2 stundir á viku allan veturinn. Hafa nú alls 115
guðfræðinemar notið kennslu hans í Söngskólanum.
Kjartan Jóhannesson organleikari hélt að tilhlutan Kirkju-
kórasambandsins undirbúningsnámskeið í janúar fyrir organ-
leikara.
Þrjú pípuorgel voru vígð á árinu: í kirkju Neskaupstaðar
21. sept., í Hóladómkirkju 26. okt. og í ísafjarðarkirkju 14. des.
Á þeim 8 árum, sem liðin eru frá stofnun Kirkjukórasam-
bands Islands hafa margir kennarar ferðazt um landið á veg-
um þess og kennt kórunum. Eru þeir 7 síðastliðið starfsár, og
hafa þeir kennt 51 kirkjukór í 73 vikur.