Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 29

Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 29
KIRKJURITIÐ 315 Söngmálastjóri lýkur skýrslu sinni með þessum orðum: „Vér þurfum að hlúa betur að söngnum úti um hinar dreifðu byggðir lands vors. Söngnum, þessari dásamlegu Guðsgjöf, sem er allri þjóðinni ómetanleg til andlegrar uppbyggingar og fé- lagslegrar þroskunar og er oss öllum ómissandi við allar meiri háttar athafnir í lífi hvers manns og gleðigjafi í hinni erfiðu baráttu við hin þreytandi áhrif einangrunarinnar og óblíðu veðráttunnar. Oss er því nauðsynlegt að fá sem fyrst fleiri farsöngkennara, sem ferðast stöðugt meðal fólksins, úti um landið og kenna því að nota sínar fögru söngraddir. Og ég er ekki í neinum efa um það, að þar sem þessi söngstarfsemi er byggð á kirkjunni — þessari göfugustu og dýrmætustu stofnun þjóðarinnar —- að hún muni verða til óendanlega mikillar bless- unar.“ Þessi orð lýsa vel brennandi áhuga söngmálastjóra, sem aldrei fölskvast. Bænadagurinn. Hinn almenni bænadagur þjóðkirkjunnar, 3. maí, mun hafa orðið oss blessunarríkur. Leggja margir prestar áherzlu á það að messa þá á sem flestum kirkjum. Vísitazía biskups. Á síðastliðnu sýnódusári vísiteraði ég þrjú prófastsdæmi, Borgarfjarðar, Mýra og Snæfellsness, og stóð vísitazían yfir frá 10. júlí til 3. ágúst að báðum dögunum meðtöldum. Frá henni segir í desemberhefti Kirkjuritsins, og læt ég hér nægja að vísa til þeirrar skýrslu. En héraðspróföstum og prestum, sóknarnefndum, safnaðarfulltrúum og söfnuðum flyt ég beztu þakkir fyrir ágætar viðtökur og samstarf og hve þáttur þeirra var mikill í því, að vísitazían var svo ánægjuleg sem raun varð á. Utanför biskups. Fullri viku eftir vísitazíuna varð ég að fara utan til biskupa- fundar Norðurlanda í Ráttvik í Dölunum í Svíaríki, er haldinn var dagana 13.—17. ágúst. Undir lok fundarins lagði ég af stað til Noregs og sat þar fund Sameinuðu Biblíufélaganna 18.—21. ágúst. Segir nánar frá fundum þessum í októberhefti Kirkju-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.