Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 30

Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 30
316 KIRKJURITIÐ ritsins, og skírskota ég til þess. Mér þótti einkum vænt um það, að ég átti kost á því að sitja fund Sameinuðu Biblíufélaganna og kynnast helztu forystumönnum þeirra. Tel ég það nauðsyn- legt, að biskup íslands sæki á komandi árum slíka fundi sem þennan. Nokkrir kirkjulegir fundir. Félag presta í Hólastifti hinu forna átti á síðastliðnu sumri 60 ára afmæli, en Prestafélag íslands 40 ára. Héldu félögin afmælisfundi sömu dagana, laugardaginn og sunnudaginn 9. og 10. ágúst, fyrst að Sauðárkróki og síðan að Hólum í Hjalta- dal. Þóttu hátíðahöldin vel takast. Stjórn Prestafélags Hólastiftis skipa nú: Prófastarnir, séra Sigurður Stefánsson, formaður, séra Helgi Konráðsson, séra Friðrik A. Friðriksson, séra Páll Þorleifsson og séra Þorsteinn B. Gíslason. Hyggst stjórnin munu gefa út minningarrit á þessu ári. En stjórn Prestafélags Islands skipa: Séra Jakob Jónsson, formaður, séra Sigurbjörn Einarsson biskup, séra Jón Þor- varðsson og prófastarnir, séra Sigurjón Guðjónsson og séra Sveinbjörn Högnason. Prestskvennafélag íslands heldur aðalfund sinn í dag í Reykjavík. í stjórn þess eru frúrnar: Anna Bjarnadóttir, for- maður, Áslaug Ágústsdóttir, Dagný Auðuns, Hanna Karlsdóttir, Jónina Björnsdóttir, María Ágústsdóttir og Steinunn Magnús- dóttir. Almennur kirkjufundur var haldinn dagana 11.—13. október, og hefir þegar verið skýrt frá helztu ályktunum hans í Kirkju- ritinu. í undirbúningsnefnd fundanna eru nú þessir menn: Gísli Sveinsson, formaður, Ásmundur Guðmundsson, séra Jóhann Hannesson, Ólafur Ólafsson, Páll Kolka, Sigurbjörn Þorkelsson og Sigurjón Guðjónsson. Einn þeirra, sem kosnir voru í undir- búningsnefndina, er nú látinn, Ólafur B. Björnsson, ritstjóri á Akranesi. Kirkjuþingið. Um kirkjuþingið 18.—31. október get ég verið fáorður, því að skýrsla um ályktanir þess og afgreidd mál hefir verið send prestum landsins og mjög mörgum öðrum. Mun óþarft, að ég

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.