Kirkjuritið - 01.07.1959, Qupperneq 33
KIRKJURITIÐ 319
veiti drukknum mönnum ókeypis næturgistingu svo og dvöl á
upptökuheimili þess, eftir því sem ástæður leyfa.
Styrktarsjóður munaðarlausra barna, sem nýlega hefir verið
stofnaður, er nú orðinn 24841.87 kr.
Vegna sjóslysanna miklu í febrúarmánuði, er togarinn Júní
og vitaskipið Hermóður fórust, fór fram almenn fjársöfnun
með þjóðinni. Söfnuðust alls um 4292800 kr. Þar af 1863773.16
til Biskupsskrifstofunnar. í fjársöfnunar og úthlutunarnefnd
voru auk biskups: Aðalsteinn Júlíusson vitamálastjóri, Adolf
Björnsson, formaður Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, séra Garðar
Þorsteinsson prófastur og Pétur Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæzlunnar.
Nefndin réð sér til aðstoðar Guðlaug Þorvaldsson viðskipta-
fræðing, og leysti hann mikið verk af höndum. Fullnaðarúthlut-
un fer vonandi fram næstu daga.
Til sjómannastofu á Raufarhöfn um síldveiðitímann veitti
ríkissjóður 8000 kr. styrk, Stórstúka íslands 3000 kr. og salt-
endur á Raufarhöfn 4500 kr. Forstöðumann stofnunarinnar réð
eg Sigurvin Élíasson guðfræðikandídat, en umsjón með rekstr-
inum hafði héraðsprófastur, séra Páll Þorleifsson, Skinnastað.
Kirkjubyggingasjóður nam um síðustu áramót 2.307.328.35
kr. Stjórn hans skipa auk biskups séra Gunnar Árnason og séra
Sveinbjörn Högnason prófastur. Framkvæmdastjóri er séra
Sveinn Víkingur. Úthlutun fór fram 19. þ. m. sem hér segir:
Vaxtagreiðslur til kirkna vegna eldri lána...... kr. 28.000
Lán til 20 ára vegna viðgerðar og breytinga á 15
kirkjum ...................................... — 336.000
Lán til 50 ára vegna byggingar 8 nýrra kirkna .. — 232.000
Brýn nauðsyn er þess, að framlag ríkissjóðs verði árlega a.
k. 1000000 kr. í stað þess, sem það hefir áður verið, aðeins
500000 kr.
Fjárveitingar til kirkjumála á 15. grein fjárlaga fyrir 1959
eru nálega jafn háar sem á 14. grein í fyrra. Aðallækkun er
ú liðnum til framkvæmda í Skálholti úr 1200000 kr. í 500000 kr.
En nokkrir liðir hafa hækkað, t. d. hefir fjárveiting til eflingar
kirkjusöngs hækkað um 20000 krónur. Utanfararstyrkur presta
er hinn sami og áður.
Fjárveitingar á 20. grein eru hinar sömu sem 1958: Til
bygginga á prestssetrum 1700000 kr., greiðslu heimtaugargjalda