Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 34
320
KIRKJURITIÐ
144000 og útihúsa 720000 kr. Við greiðslu þessara fjárhæða
verður þó haldið eftir 5 af hundraði.
Þörfin á byggingum prestsseturshúsa er orðin svo mikil og
byggingarkostnaður svo hár, að prestastefnan verður að skora
á Alþingi og ríkisstjórn að hækka ofantaldar fjárveitingar á
næsta ári.
Kirkjumál á Alþingi.
Á prestakallaskipuninni voru gerðar þessar breytingar:
Eiða og Hjaltastaðarsóknir mynda Eiðaprestakall, og eru
Eiðar prestssetur. En Kirkjubæjarprestakall nær yfir Kirkju-
bæjar, Hofteigs, Eiríksstaða, Sleðbrjóts og Möðrudalssóknir.
Kirkjubær er prestssetur, en kirkjustjórninni heimilt að flytja
prestssetrið á annan stað í Kirkjubæjarsókn, ef hentara þykir.
í Hraungerðisprestakalli verði Laugardælasókn nefnd Sel-
foss-sókn.
Prestssetrið í Hvanneyrarprestakalli verði nefnt Staðarhóll.
Þegar prestaskipti verða í Æsustaðaprestakalli, er kirkju-
stjórninni heimilt að flytja prestssetrið að Auðkúlu, enda liggi
fyrir samþykki meiri hluta safnaðarmanna í prestakallinu.
í Vatnsendaprestakalli er kirkjustjórninni heimilt að selja
Vatnsenda og flytja prestsserið á hentugri stað, enda liggi fyrir
samþykki meiri hluta safnaðarmanna í prestakallinu.
Frumvarp varðandi þjónustualdur biskups var borið fram
í neðri deild Alþingis og það lagt til, að hann hækkaði úr 70 ár-
um í 75, ef % hlutar kjósenda skoruðu á biskup að þjóna áfram
eftir sjötugsaldur. Frumvarpið hlaut eindregin meðmæli kirkju-
þings og kirkjuráðs og samþykki neðri deildar með 16:9 at-
kvæðum, en efri deild felldi með 9:7.
Enginn hreyfði nú tillögu um það, að biskup íslands skyldi
framvegis sitja í Skálholti. Og frumvarp um kirkjugarða dag-
aði uppi. Er óhæfilegur seinagangur orðinn á því máli.
Biblíufélagið.
Hrein eign félagsins í árslok 1958 var 343116.01, þar af pen-
ingar í sparisjóðsbókum 110194.09 kr. Hafa Biblíur selzt fyrir
um 150000 kr. og Nýja testamenti fyrir 9000 kr. Sjóvátrygg-