Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 41

Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 41
KIRKJURITIÐ 327 hafa verið og eru það engu síður. Þær hafa verið um aldirnar máttarstoðir prestsheimilanna, einhverra beztu menntasetra í landinu. Það eru einmitt svo oft konurnar, sem eru æðstu prestar og varðveita örugglegast arf kristindómsins frá einni kynslóð til annarrar. Ég votta ykkur og prestunum heiður og þökk fyrir hvert vel unnið verk. Og ég bið ykkur öllum sameiginlega blessunar Guðs og að hann styrki störf ykkar í söfnuðunum um land allt, svo að íslenzka þjóðin sé og verði í raun og sannleika kristin þjóð. Þessi dagur, Jónsmessan, er afmælishátíð kristnitöku hennar. Við birtu sumarsins, er sólin rís hæst á himinboga, ákváðu íslendingar að ganga Hvíta-Kristi á hönd og snúa sér frá myrkraöflum heiðninnar. Vitrustu og beztu menn þeirra hétu því að helga sig honum í sigurgjöf og lifa betur og syndvarlegar en áður. Árlega þennan dag skyldum vér endurtaka það heit. Svo styðji oss Guð giftu. Hann leiði íslendinga um ókomin ár, svo að þeir gangi í birt- unni og hafi ljós lífsins. I Jesú nafni Amen. Ásmundur Guömundsson. IVýr vígsluliiskup Xurrturlamls. Séra Sigurður Stefánsson prófastur á Möðruvöllum hefir ver- ið löglega kosinn vígslubiskup í Hólastifti. Hlaut 15 atkvæði. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík fékk 11 atkv. Séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi 2 atkv. Séra Sigurður Stefánsson er fæddur 10. nóv. 1903. Veittir Möðruvellir í Hörgárdal 1928, og hefir verið þar síðan. Kona hans er María Ágústsdóttir.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.