Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 43
KIRKJURITIÐ
329
Síðan brauzt Helgi menntaveginn. Þrátt fyrir það, að hann
hafði þá úr litlu að spila, munu þau ár hafa verið hvað björt-
ust. Glettni hans naut sín hvað bezt í hópi skólabræðranna,
einnig trúnaður.
17 stúdentanna frá 1924 gengu í guðfræðideildina. 15 tóku
síðar prestsvígslu. Það er met í langan tíma hér á íslandi. Eng-
um er gert rangt til, þótt fullyrt sé, að Helgi var ekki sízt til
þess fallinn, — hvorki þá né nú finnst manni, að hann hefði
átt að verða annað en hann varð, — Drottins þjónn.
Hann vígðist fyrst til Bíldudals 28. maí 1928. Sjálfum fannst
honum það vera handleiðsla. Og kær varð honum þessi fyrsti
söfnuður, og ekki lét hann á sér standa að sýna skyldurækni í
þjónustunni, þótt erfið væri annexíuleiðin, einkum á vetrum.
Oft farin fótgangandi. Hans var saknað, þegar hann flutti að
Höskuldsstöðum 1932. Engan mann hefi ég vitað afla sér skjót-
ari vinsælda en hann gerði þar. Rétt eins og kunnáttumaður
slægi á hljómfagran streng. Sumum var hann að vísu kunnugur
áður, en hann vann sér strax ást og virðingu allra.
Þar kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Þorsteins-
dóttur frá Reykjum í Hrútafirði. Af jarðneskum gæðum varð
það hans mesta gæfa.
1934 fékk hann Reynistaðarklaustursprestakall og settist að
á Sauðárkróki. Þaðan hvarf hann aldrei. Prófastur varð hann
1952. Og þarna vann hann meira æfistarf en algengt er.
Hnn var tvímælalaust góður prestur í stólnum, en enn meiri
og sérstæðari á stéttunum. Þess vegna var hann allra manna
vinsælastur. Öllum fannst hann hafa góðan hug til sín og rétta
sér bróðurhönd. Ellefu ár þjónaði hann Hvammsprestakalli í
Laxárdal, einnig fleiri sóknum lengur eða skemur. Hvar sem
hann kom, þótti hann góður gestur.
Raunar vann séra Helgi tveggja manna verk á Sauðárkróki,
meðan heilsan entist. Hann kenndi frá því að hann kom og lengi
vel við unglingaskólann, var síðan skólastjóri gagnfræðaskóla
frá stofnun hans og lengst af síðan. Hann var hneigður til
kennslustarfa, og ég hefi heyrt marga votta, að á þessu sviði
ynni hann ágætt verk og yrði mikið ágengt. Sauðárkrókur
^nun lengi að því búa, er hann byggði upp á því sviði.
Engan þarf að undra, þótt hann væri bókelskur og bókfróður.
Hann fór ungur að safna bókum og átti að lokum eitt bezta