Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 46
Pistlar
Kristin breytni.
Ágætir gestir sóttu oss heim við biskupsvígsluna. Tignastur
þeirra og áhrifamestur var dr. Franklin Clark Fry, forseti Lút-
erska heimssambandsins. Hann virtist hverjum manni vel. Ekki
heldur að efa, að hérlendis eru menn yfirleitt miklir einingar-
menn, og skilja hvílík nauðsyn hinum mörgu kirkjum er nú á því
að sameinast til baráttu fyrir kristinni hugarstefnu um víða
veröld. Óneitanlega gengur þó erfiðlega að brúa bilin milli kirkn-
anna innbyrðis, og vantar ekki deilur um hina og þessa siði og
kenningar. Ekki því að undra, þótt oss verði minna ágengt en
skyldi við að sýna mönnum, sem játa önnur trúarbrögð, full-
an skilning og einlægt bræðraþel í verki, meðau vér erum
ósveigjanlegir í innbyrðis samskiptum — höngum rígfast í
mannaboðorðum. En það, sem nú er spurt um af ókristnum
mönnum, er ekki fyrst og fremst orð og siðir, heldur fram-
koma, samskipti. Undirokuðum nýlenduþjóðum og örbirgum
ríkjum, sem eru að rísa á legg suður í Afríku og austur í
Asíu, finnst fátt um messur kristinna manna, ef ekki sést
svart á hvítu, að þeir eru þeim sannir bræður í raun. I síðustu
bók enska skáldsins, W. Somerset-Maughams: A Writers Note-
book, er smákafli, sem mér skilst að lýsi vel þeim anda og
áhrifum, sem vænzt skyldi af kristnum mönnum og aldrei verð-
ur áhrifalaus. Þar segir:
„Engin skáldsagnapersóna heimsbókmenntanna er yndislegri
en Alyosha Karamazov (í Karamazovs-bræður eftir Dostov-
jevskí). Og eins og allir fögnuðu fundi hans, getur ekki hjá því
farið, að lesendum þyki mikið til hans koma. Hann hefur sviplík
áhrif á mann og enskur júnímorgun, þegar loftið er þrungið
af blómaangan og kveður við af fuglasöng, og svalsölt hafrænan
strýkur upplöndin. Þú finnur, að það er sælt að lifa. Og þú
finnur, að það er unaðslegt að njóta hins skemmtilega sam-