Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 47
KLIRKJURITIÐ
333
félags Alyosha. Líferni hans er svo frábært og fagurt sem
hugsazt getur; gæzka hans, — meðfædd og látlaus gæzka hans
slík, að hjá henni virðast allar gáfur á sviði skynseminnar
svo ósköp litlu skipta. Alyosha er svo sem ekkert gáfnaljós,
og langt frá að vera nokkuð driftugur. Þér getur iðulega runnið
í skap við hann, þegar svo stendur á, að uppsteitur heimsins
krefst ákveðinna athafna. Hann er enginn framkvæmdamaður,
varla að hann geti kallast maður heldur, næstum guðdómlega
ómannlegur. Dyggðir hans eiga skyldara við aðgjörðaleysi en
athafnasemi, hann er hógvær, umburðarlyndur og ákaflega þol-
góður; dæmir aldrei aðra menn, skilur þá ef til vill ekki meira
en svo, en ástúð hans í garð þeirra er alveg takmarkalaus.
Þessi óeigingjama ákafa ástúð er að mínum dómi höfuðástríða
sálar hans, þessi kærleikur, sem gerir holdlegan munað við-
bjóðslegan, og jafnvel sjálfa móðurástina jarðneska. Hinn
grimmlyndi Dostovjevski lét það þarna einu sinni eftir sér
að vera góðsamur, og gerði Alyosha eins fríðan sýnum og
hann á fagra sál. Hann er glaður eins og englarnir, sem aldrei
hafa kynnzt þjáningu heimsins. Það fylgir honum sólskin. Blítt
bros hans er betra en spekifyndni annarra. Honum er dásam-
lega lagið að sefa órótt hjarta. Þeim, sem líður illa, er nærvera
hans það sama og þér er svöl og mjúk ástvinarhönd á sóttheitu
enni þínu“.
Heimurinn þarfnast slíks kristniboðs og það lætur hann ekki
ósnortinn.
Listin getur ekki skipað sœti trúarinnar.
Listunnendur er tiltölulega nýtt heiti og hugtak hér á landi.
En nú fjölgar þeim næstum eins og flugum í sumarhitum.
Ekki er það lastandi. Hitt er hugleiðingarefni, hvort listin
getur fyllt upp tómrúmið, sem verður, ef trúin fjarar úr hug
°g hjarta. Sú virðist skoðun margra, sem kemur fram í fleiri
en einni mynd. Ég get hvorki skilið það né trúað því. Þess vegna
birti ég hér því til áréttingar umsögn fyrrgreinds rithöfundar
um þetta efni, og úr lokum sömu bókar og vísað var til:
,,Síðustu fimm árin hefi ég ef til vill bætt örlítið við þekkingu
®lna. Ég komst af hendingu í kynni við ágætan lífeðlisfræð-
ing, sem leiddi til þess, að ég aflaði mér að minnsta kosti nokk-
urrar yfirborðsþekkingar á heimsspeki líffræðinnar. Það er