Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 49
KIRKJUIIITIÐ
335
þá bölsýni, sem lýst er með ódauðlegum hætti í bók Prédikar-
ans. Meiri en fegurð listarinnar, finnst mér sú fegurð, sem felst
í hetjuskap mannsins, sem býður óræði heimsins byrginn".
Fleira verður ekki hermt að sinni. Rétt er að taka fram, að
Sommerset-Maugham hefur ekki talið sig Guðstrúarmann né
finnast honum líkur til, að líf sé eftir dauðann. En bókinni lýk-
ur samt með þeirri hugleiðingu, að viss mannleg göfgi sé æðri
öllu, sem hann þekki. Því ,,kann svo að fara, að vitund þess,
að þrátt fyrir allan veikleika og synd geti maðurinn auðsýnt
svona dýrðlega göfgi á stundum, veiti manni nokkurt hæli fyrir
örvæntingunni“.
Vera má, að ég víki oftar að þessari bók. Það er óneitanlega
ekki með öllu ófróðlegt að vita, hvað einhver mesti stílsnilling-
ur og sagnaskáld þessarar aldar segir umbúðalaust um lífs-
skoðun sína.
Það er lika fleira en það, sem vér erum sammála um, sem
°ss getur verið gagnlegt að lesa og heyra.
»Sunnudagur á Þingvöllum“.
Svo heitir grein, sem séra Jóhann Hannesson ritar í Alþýðu-
blaðið 9. þ. m. Hér verða aðeins teknar nokkrar setningar sem
sýnishorn um virðingu vorrar kynslóðar fyrir þessum helgi-
stað þjóðarinnar með sínum þjóðgrafreit.
• • • Kl. 11,20 knýr maður að dyrum, var hann mjög blóðugur,
en þó ekki ýkjafullur. Spyr hann, hvort hjúkrunarkonan sé við
°g geti bundið sár hans . . . En hann bað líka um deyfandi
sprautu handa félaga sínum, sem hann hafði verið í áflogum
Vlð, taldi hann, að sá maður hefði misst mikið blóð og væri
óður mjög . . . Hafði hann komið á sendiferðabíl með félögum
sínum hingað á hlaðið og sló þá til skiptis . . . €Jmferðin var
geysimikil. Öll tjaldstæðin höfðu verið hreinsuð s. 1. viku, nú
voru þau öll útsvínuð af flöskum, spýtum, dósum og umbúða-
Pappir, matarleifum o.fl. ... 23 amerísk tjöld voru á völlunum
um nóttina og 4 austur í Þjóðgarðinum. Vegalaust fólk var um
2 um nóttina allmargt og vantaði farartæki í bæinn. Tjalda-
fólk flæktist að hótelinu, og fór lögreglan með það inn á vellina
aftur og sleppti því þar, eins og sauðfé í haga. Annað var ekki
h®gt að gera, eins og starfsskilyrði eru hér nú. ... íslenzk hjón
austur í Vatnsvíkinni gátu ekki sofið fyrr en klukkan 6 að