Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 50
336
KIRKJURITIÐ
morgni, vegna ráfandi unglinga, er gerðu hávaða um nóttina
nálægt tjöldum þeirra. — Önnur íslenzk fjölskylda kvartaði
undan því, að amerískir hermenn hefðu grýtt tjöld þeirra . . .
Hjá Ameríkumönnunum urðu tvö slys: Einn handleggsbrotnaði,
annar hryggbrotnaði. Hafði hann borið stúlku á bakinu, en
steig þá óvart öðrum fæti ofan í litla sprungu og brotnaði svo
illa, að bein stóðu út úr bakinu á honum. Tóku félagar hans
hann þá í bíl, helltu í hann svo miklu af brennivíni, að hann
lá sem dauður og óku honum til Keflavíkur . . .
Margar spurningar vakna í þessu sambandi. T. d.: Hvers
vegna er þetta gert? Af hverju er það liðið, bæði af stjórnar-
völdum og almenningi? Mundi íslendingum leyfast framkoma
útlendinganna í þjóðgörðum annarra landa o. s. frv. ?
Trúboð vanhelgunarinnar og áróður taumleysisins á hér
mestan hlut að máli.
Oss er ekki að verða neitt heilagt — hvorki staður né stund,
dagur né hátíð. Drögum hvergi skóna af fótum vorum. Lútum
ekki höfði fyrir neinu.
Sú kynslóð, sem barðist fyrir þjóðfrelsinu, leit á Þingvelli
sem heilaga jörð — vegna sögulegra minninga. Vér lifum í nú-
tíðinni og framtíðinni. Vér eigum aðeins sögustaði til að sýna
útlendingum — flestir.
Og kennt hefir verið, að hvorki eigi að bjóða né banna börn-
um og unglingum — annars fengju þeir minnimáttarkennd,
yrðu bældir. Og þá fara þeir að vonum sínu fram, þarna sem
annars staðar.
Og það, sem vér óvirðum sjálf, er engin von til að útlendir
menn sýni virðingu.
Það verður ekki hreinsað til á Þingvöllum, nema þjóðinni
finnist, að méð slíku framferði og lýst hefir verið sé verið að
brenna helga jörð með svívirðingu — og líkt og hrækja fram-
an í ásjónu landsins.
Gunnar Árnason.