Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 4
242 K.IRKJURITIÐ að athuga, Islendinga, þá verður því ekki neitað, að vér vilj- um virða vora eigin sögu, geyma hana vel og týna engu úr sjóði minninga vorra. Ég veit, að einstakir þættir í sögu ís- lenzku kirkjunnar í Vesturheimi eru langt frá því að vera eins þekktir af almenningi á Islandi og æskilegt væri. Og hinn innri veigur og driffjöður þeirrar sögu er mörgum hulinn, eins og kirkjusögunnar yfirleitt. En það sem íslenzkur almenningur veit og metur, nægir til þess, að hann er hreykinn af þessari sögu, þegar hann er minntur á hana. Vér vitum allir, að mynd- un og skipulagning lúterskra safnaða af örsnauðum íslenzkum landnemum í nýjum heimi þeirra, var mikið afrek, eins mak- legt aðdáunar, blátt áfram frá mannlegu sjónarmiði, og hvað annað, sem liggur eftir íslenzka menn á liðnum þremur aldar- fjórðungum. Við getum að vísu ekki verið hreyknir af þessari sögu vegna þess, að heimalandar hafi lagt henni mikið til. En um það gegnir sama máli og um alla liðna sögu, vér getum aldrei miklazt af því, sem aðrir hafa gert. Þar hafa aðrir erf- iðað, en vér fáum að ganga inn í uppskeru þeirra, njótum þess beint og óbeint. Hvert gott og blessunarríkt starf, sem vér höf- um spurnir af, einkum ef það er með einhverjum hætti ná- komið oss, vekur oss hollan metnað, lyftir oss, hvetur oss til áræðis, gerir oss þannig meiri menn og betri menn. Slíkt þakk- arefni hef ég hér fram að færa fyrir hönd allrar íslenzkrar þjóðar. Meðtakið, vinir, þá þökk. ísland og öll þess börn fylgja þeirri þökk eftir. Vér blessum minningu þeirra manna, sem skópu þá sögu, sem vér minnumst hér, tjáum henni lotningu vora í nafni þess lands, þeirrar þjóðar, sem þeir voru sprottn- ir af. Ég hef minnzt á það, sem er almennast og sjálfsagðast og stendur í sambandi við þau bönd, sem íslendingar eru tengdir, hvar sem þeir lifa, bæði í fortíð og nútíð. Þegar feður yðar og mæður hurfu frá íslandi og leituðu nýrra heimkynna í öðru landi, hurfu þeir ekki frá fortíð sinni. Það gerum vér aldrei með öllu. Það er meira í oss öllum af fortíðinni en vér gerum oss grein fyrir, af sigrum og ósigrum, gleði og raunum for- feðra vorra. En hið liðna lifir að mestu leyti í oss ómeðvitað. Þó er líka til lifandi arfur, sem hefur þau auðkenni lífsins sjálfs, að hann skýtur æ nýjum sprotum, berst frá einni kyn- slóð til annarrar eins og neisti, er tendrar út frá sér. Slíkan

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.