Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 10
248 KIRKJURITIÐ Nú er ekki svo að skilja, að frásagnir 2. Mósebókar af at- burðum þessum séu dœmi eingöngu, þ. e. skáldegur, táknrænn búningur andlegra staðreynda í gervi sögunnar. Sambandið milli tákns og veruleika er það í þessu sambandi, að frásög- urnar byggjast á sögulegum atburðum, á því getur ekki leik- ið nokkur vafi, þrátt fyrir vangaveltur margra nútímaguð- fræðinga, sem um þessi mál fjalla. En frá atburðum þessum er hins vegar ekki skýrt af áhuga fyrir liöinni sögu eingöngu; frásagan er því ekki sagnfræði í ströngum skilningi. Frásögnin er játning. Hún er játning um ævarandi mátt Guðs, er frelsað hefur lýð sinn úr ánauð og bú- ið honum stað. Hún er játning trúar og lofgjörð þeirra verks- ummerkja náðar Guðs í mannlegum heimi, er mestu skipta. Sá texti, sem vér höfum til íhugunar í dag, snertir samt ekki þetta efni, sem ég nú hef drepið á, nema óbeint. En það er þó nauðsynlegt baksvið hans. Hið hrikalega fjall, Sínaí, og hinar torfæru Sinaíóbyggðir, voru leiksvið þessara atburða, sem vér hugleiðum í dag. Á för sinni um óbyggðir heldur söfn- uður ísraels hátíð við hið helga fjall. Þangað höfðu menn vafa- lítið farið í pílagrímsferðir um aldaraðir. Hátíðin, sáttmála- hátíðin, er stofnhátíð safnaðar ísraels (eins og hann varð síð- ar nefndur), og þá um leiö stofnhátíö kirkjunnar. Hér á hrjóstr- ugum heiðum Sínaí-skagans skeðu því atburðir, sem varða oss alla. Fyrir 3000 árum var hér stofnað til mannlegs samfélags, er búa vildi Guði stað mitt á meðal manna. Niðurstigning heil- agleikans af himnum ofan, er hinn heilagi tók sér bólfestu meðal mannanna, markaði spor í sögu mannanna þar og þá. Hemurinn var ekki samur eftir. Samt skeði þetta í leyndum — meðal fámennra og óþekktra ættflokka hirðingja, fjarri þeim vettvangi, þar sem gert var út um rás heimsviðburðanna, og svo mjög skeði það í skugga og í afkima, að annálar stórveld- anna frá þessum tímum geta hvergi um atburð þenna. Það fór um hann sem um fæðingu frelsara vors; hún fór fram hjá öll- um sagnariturum heimsins. En það, sem skeði í afkima, varð öllum kunnugt. Eins og segir: „því mun allt það, ... sem þér hafið hvíslað í herbergjunum, kunngjört verða á þökum uppi“- Þegar liðin voru undir lok heimsríkin miklu, sem vörpuðu skugga sínum á atferli hinna fámennu hirðingja, — þegar orðnar voru að sandhólum glæstar borgir stórkonunganna,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.