Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 269 bróðir Brynjólfs, sammæðra. Enda naut Torfi frændseminnar í mjög ríkum mæli. Brynjólfur biskup studdi hann með ráð- um og dáð hér heima og erlendis. Torfi var 1 ár kennari við Skálholtsskóla og a. m. k. 3 ár kirkjuprestur í Skálholti. Síðar fékk hann veitingu fyrir Rafnseyrarprestakalli. Má vera, að foreldrar hans hafi viljað hafa hann nærri sér. En hér réði Brynjólfur biskup meiru. Hann vildi hafa þennan gáfaða frænda sinn nálægt sér, og auk þess var Gaulverjabær að losna. Árið 1650 var séra Torfi skipaður þar prestur. Prófastur Árnessprófastsdæmis var hann 1661—1688. Séra Torfi var mikilsvirtur merkisklerkur og kemur töluvert mikið við sögu kirkjunnar á íslandi um og eftir miðbik 17. aldar. Hann var svo að segja önnur hönd Brynjólfs biskups. Örar samgöngur hafa þá verið milli Skálholts og Gaulverjabæjar. Alltaf var leitað til séra Torfa með hin og þessi vandræði úr biskups- garði, þau voru sannarlega mörg í heimilislífi biskupsins. Séra Torfi lét gera útför Brynjólfs biskups mjög veglega og flutti sjálfur aðalræðuna. Hann samdi og snilldarlega vel gerða ævi- sögu Brynjólfs biskups. Hún er mikill og góður minnisvarði um hinn látna biskup, en ekki síður sýnir hún, hversu öll mennt og menning var höfundinum hugstæð. Kona séra Torfa hét Sigríður Halldórsdóttir. Hún ásamt frú Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu erfðu eftir Brynjólf bisk- UP íslenzkar bækur, sögur og ýmsar fræðibækur. Sumt af Þeim bókum erfði séra Halldór Torfason, sem varð prestur í Gaulverjabæ eftir föður sinn. Kona séra Halldórs hét Þuríður. Síðar eftir lát séra Halldórs fékk Árni Magnússon margt hand- Hta frá Gaulverjabæ og án efa þá mörg úr búi Brynjólfs biskups. Séra Torfi var mjög vel efnaður af erfðum. Hann var ein- birni og svo erfði hann Brynjólf biskup að stórum hluta. Sagt er> að sá arfur hafi ekki fært honum hamingju. En eitt er vist, mikið af arfinum eyðilagðist í eldsvoða í Hraungerði 1679, en þá jörð hafði séra Torfi fengið til umráða og hugðist njóta Þar elliáranna, en öðruvísi fór. Heilsu hans hnignaði og heim- ihsgaefu. Einn presturinn í Gaulverjabæ hafði áður verið skólameist- í Skálholti og það lengur en nokkur annar, eða nálægt 34 ar- Var þetta séra Bjarni Jónsson. Hann var mikilsvirtur lær-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.