Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 8
Brottförin af Egyptalandi. (Prédikun flutt 1. des. 1959). „Þér hafið sjálfir séð, hvað eg hefi gert Egyptum og hversu eg hefi borið yður á arnarvængjum og flutt yður til mín. Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera min eiginleg eign um fram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín. Og þér skuluð nú vera mér prestariki og heilag- ur lýður.“ 2. Mós. 19, 4—6. ísrael í Egyptalandi, frelsunin úr ánauð Egypta, förin um óbyggðir og opinberun við Sínaí, — þetta er eitt hið stórbrotn- asta stef heilagra ritninga, yrkisefni sálmaskálda G. t. og tón- skálda nútímans. Um þetta efni samdi Hándel hið mikla verk sitt: ísrael í Egyptlandi. Frelsunin úr ánauð verður að dœnil, dæmi um frelsun Guðs á hverjum tíma. Hinir undursamlegu atburðir þessarar sögu, er Guð sér lýð sínum fyrir vatni og brauði í óbyggðunum, verða Páli postula að dæmi Kristsatburð- arins. Kletturinn, sem úr vall hið lifandi vatn, er Móse laust hann, er að sínu leyti eins og Kristur, uppspretta hins lifandi vatns, er aldrei þverr. Frelsunin við Rauða hafið, er Egyptai' veita eftirför og Guðs lýður frelsast á undursamlegan hátt, verður að dæmi um frelsun Guðs í Kristi fyrir skírnina er Guð hrífur lýð sinn úr greipum hins illa valds. Og öllum er þessum atburðum lýst á þann veg i 2. Mósebók og í Davíðssálmum, að hinn táknræni veruleiki er uppistaðan í frásögninni. Dcemiö sýnir hinn táknræna veruleika, Drottinn Jahve lýstur Egyptu refsandi plágum, hann hvelfir yfir þá vötnum hafsins til und- ankomu lýðs síns, hann lætur vatn og brauð vella upp úr jörð- inni og drífa af himnum ofan, og hann opinberast lýð sínum við Sínaí. Þessum atburðum er lýst svo, að ljóst verður hið dæmigerða eðli þeirra. Þeir eru byggðir á stefinu eilífa um frelsun Guðs úr ánauð og fjötrum, um miskunn Guðs við hinn undirokaða, um refsingu Guðs yfir valdsherrum og kúgurum þessarar illu veraldar og um Guðs opinberun. Atburðirnir eru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.