Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 18
256 KIRKJURITIÐ ar skorður við því — frekar en öðrum félögum? Mér finnst það vandséð og torskilið. Má þó telja að nokkru eðlilegt, að álit héraðsfunda geti komið til í þessum efnum, þar sem þeir hafa með höndum endurskoðun fjármála hinna einstöku safn- aða. Ýmsir munu hafa haldið, að ákvæði þau, sem nefnd hafa verið, giltu enn og farið væri eftir þeim. En svo er ekki. Með lögum um kirkjugjöld árið 1948 var stofngjaldið hækkað verulega, en jafnframt var felld niður sú heimild, að hækka það samkvæmt hinu fyrra ákvæði, en leyft að hækka það með síðari aðferðinni — og þó því aðeins, að gjöldin nægi ekki til almenns rekstrar. Verður ekki séð, að hins vegar sé söfnuðun- um ótvírætt leyfilegt að leggja á sig nokkrar auknar byrðar, hvað sóknargjöldin áhrærir í sambandi við kirkjubyggingu. Ef til vill heldur ekki nýjar framkvæmdir! Þetta virðist óneitanlega fáránlegt. Hitt er þó enn verra, hvað það er stórbagalegt. Til dæmis um það má nefna þetta. Einn af nýjustu og stærstu söfnuðum landsins er nú að reisa sér kirkju. Þar var fyrir hendi samþykkt safnaðarfundar og safnaðarstjórnar að hækka kirkjgjöldin um liðlega þrjátíu krónur á mann í 1—3 ár, á meðan á kirkjubyggingunni stæði. Mundi þetta nema um 60—80 þúsund króna tekjuhækkun á ári, án þess að vitað væri, að það sætti neinum andmælum. En svo kemur upp úr kafinu, að það er bannað með lögum! Má ekki kalla slíkt hreinustu fyrirmunun? Sumir hafa bent á, að unnt væri ef til vill að túlka lögin svo frjálslega, að safnaðarfundur gæti leyft hækkun safnaðar- gjaldanna með því að taka hundraðshluta af útsvörunum. Og svo er að heyra, að þeir hinir sömu teldu það sanngjarnari leið. Vera má, að það mætti til sanns vegar færa, ef grunnur út- svaranna væri réttur — sem hann ekki er. En auk þess, að heimildin fyrir þessari hækkun er líka áreiðanlega vafasöm í mörgum tilfellum, kemur það til, að þessi leið er ill — - ekki ófær í sumum söfnuðum landsins. Til eru sem sé bæjar- félög, svo sem Reykjavík og Kópavogur, sem leggja myndar- legan skerf til bygginga kirkna. Og hann er vitanlega tekinn af útsvörum manna. Þar mundi því þykja lítt viðeigandi að skattleggja menn þar aftur samtímis á sama hátt til kirkju- legra þarfa, að nokkru verulegu leyti a. m. k., þótt flestir eða

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.