Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 273 Gru margir prestar, sérstaklega fyrir siðskiptin, ónefndir, en einnig þeir, sem eru nær í tímanum. Meðal þeirra er séra Ing- Var Nikulásson. Hann sat í Gaulverjabæ frá 1893—1903, en þá fékk hann lausn frá prestsskap sennilega vegna heilsubrests. Siðar gerðist hann aftur prestur og þá á Skeggjastöðum í E orður-Múlasýslu. En auk hans hafa þessir prestar verið sóknarprestar Gaul- Verjabæjarsóknar: Séra Ólafur Helgason, Stóra-Hrauni, Eyr- arbakka, séra Gísli Skúlason, Eyrarbakka og séra Árelíus Eíelsson. Þegar prófastur Árnessprófastsdæmis, er þá var séra Valdi- e^ar Briem, vísiterar Gaulverjabæjarkirkju 1907, skrifar hann Urn hana: lakleg, en sú kirkja hafði verið reist 1845. Þess vegna Var nú farið að hugsa til kirkjusmíðar, og það stórvirki ger- lst, að á einu sumri var gamla kirkjan rifin og sú, sem nú stendur á fimmtugu reist. Var það vel af sér vikið af fjórum Sroiðum, enda var yfirsmiðurinn bráðduglegur maður, Sigurður ^tagnússon frá Baugsstöðum í Gaulverjabæjarsókn. Hinn kunni húsameistari, Rögnvaldur Ólafsson, teiknaði kirkjuna. Þegar litið er á reikning kirkjubyggingarinnar, kemur ýmis- leSt í ljós. Eyrst tekjur: Selt timbur og járn úr gömlu kirkjunni fyrir ^40 kr. Gjafir sóknarbarna 520 kr. Gjöld: Kostnaður kirkjubyggingarinnar virðist nema sam- 5354 kr. og 30 aurum, þar af smíðakaup 1650 kr. Annars skiptast gjöldin þannig: Reikningur í Kaupfélaginu Ingólfi r- 3098.30. Það er sennilega efnið: timbur, sement, járn o. fl. jóutningskostnaður á efni kirkjuhússins 250 kr. Vinna við lrkjugrunninn 400 kr. og smávegis 56 kr. Þegar kirkjan var reist, voru þessir menn í sóknarnefnd: aUdór Ó. Sigurðsson, Gegnishólaparti, Árni Símonarson, Arn- arholi, Ólafur Guðmundsson, Sviðugörðum. Erá því kirkjan var byggð og þar til nú hafa þessir menn verig formenn sóknarnefndar: Einar Einarsson, Brandshúsum, ón Briem, Galtastöðum, Einar Eyjólfsson, Sléttabóli, Guðlaug- Ur Jónsson, Eystri-Hellum og Páll Guðmundsson, Baugsstöð- Urri, núverandi formaður sóknarnefndar. En hana skipa nú, auk hans: Hallgrimur Þorláksson, Dalbæ og Gunnar Sigurðs- Sou> Seljatungu. 18

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.