Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 25
Gaulverjabœr í Flóa.
Erindi flutt í tilefni af 50 ára afmæli Gaulverjabæjarkirkju
8. nóvember 1959.
Gaulverjabær í Flóa kemur mjög snemma við sögu. Hann er
landnámsjörð Lofts hins gamla Ormssonar, en frá honum er
sagt í Landnámu. Loftur kom ungur að aldri til Islands af
Gaulum. Hallveig kona Ingólfs, fyrsta landnámsmannsins, var
föðursystir Lofts, svo að auðrakið er, hver muni hafa haft
áhrif á Loft til íslandsferðar.
Loftur hefur verið trúmaður á heiðna vísu. Sagt er, að hann
hafi farið til blóta í Noregi þriðja hvert ár, en vera má, að
förin hafi einnig verið til kaupskapar, því að Loftur var far-
maður. Gaman er að athuga, að a. m. k. fjórir bæir í Árness-
þingi bera glöggt vitni norskum uppruna manna þeirra, er þá
hyggðu, Gaulverjabær og þrír Vorsabæir, í Flóa, á Skeiðum
°g Ölfusi.
Frá Lofti landnámsmanni og konu hans eru komin ýmis stór-
menn, þau helztu, sem getið er, eru Þorlákur biskup Þórhalls-
s°n hinn helgi í Skálholti 1178—1193, Páll biskup Jónsson í
Skálholti 1195—1211, og Brandur Sæmundsson biskup á Hól-
Um 1163—1201.
Álitið er, að niðjar Lofts hafi svo búið áfram í Gaulverjabæ,
en fáar sagnir og engar sögur, svo að vitað sé, eru tengdar við
Þú. Þess vegna eru frekar litlar heimildir um það, sem gerist
í Gaulverjabæ fram yfir kristnitöku. Flest rök hníga að því,
að kirkja hafi snemma verið reist í Gaulverjabæ, jafnvel að
Gaulverjabær hafi verið prestssetur og kirkjustaður frá önd-
Verðri kristni. Máldagar kirkjunnar eru að vísu ekki kunnir,
fyrr en frá dögum Þorláks biskups helga. í kirknatali Páls
hiskups Jónssonar frá því um 1200 er örugglega getið um
kirkju í Gaulverjabæ. Á því tímabili þá þegar er staðurinn all-
nkur bæði að jörðum og gangandi fé. Samkvæmt Wilchins-
rnáldaga, frá 1397, var kirkjan í Gaulverjabæ helguð heilagri
^íaríu guðsmóður. í sama máldaga er sagt frá bænhúsum og