Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 28
266
KIRKJURITIÐ
verjabæjarprestakalli óbreyttu um sinn. En skilyrði séra Stef-
áns var aftur á móti, að hann mætti eiga heima utan presta-
kallsins, nánar tiltekið hjá dóttur sinni í Hróarsholti, sem er
að vísu ekki langt frá Gaulverjabæ. En af þessu gat ekki orð-
ið. Þess vegna sagði söfnuðurinn á tímabili skilið við þjóð-
kirkjuna og stofnaði Fríkirkjusöfnuð. Var það, eins og skjöl
herma, 5. nóv. 1908 og fram til ársins 1916. Prestur hans var
ráðinn Runólfur Runólfsson, hafði hann verið í Vesturheimi
og hvarf þangað aftur, eftir að sóknin sameinaðist aftur Þjóð-
kirkjunni og séra Gísli Skúlason sóknarprestur í Stokkseyrar-
prestakalli tók þar við prestsstörfum.
í meira en sjö aldir a. m. k. var Gaulverjabær prestssetur.
Þar hafa setið um það bil 34 prestar, sá fyrsti er lítt kunnur,
hann mun hafa heitið Gunnar, föðurnafnið er ekki vitað, en
hann mun hafa verið prestur í Gaulverjabæ einhvern tíma á
árunum fyrir 1193. Annars er margt ógreinilegt og þoku hulið
um presta fyrstu aldanna, allt fram undir siðskiptin. Seinasti
presturinn, sem sat í Gaulverjabæ, var séra Einar Pálsson, er
siðar varð prestur í Reykholti. Eftir bréfum að dæma, fer hann
aðallega frá Gaulverjabæ vegna laga um nýja skipun presta-
kalla. Milli séra Gunnars og séra Einars eru allir hinir prest-
arnir mismunandi langan tíma, eins og gengur og gerist. Lengst
þjónaði séra Jakob Árnason eða nálægt 56 ár, að vísu með að-
stoðarprest seinustu árin. En stytzt sat í Gaulverjabæ séra Jón
Steingrimsson, í 3 ár. Hann vígðist að Gaulverjabæ 6. nóv.
1887, en andaðist 20. maí 1891, aðeins 28 ára að aldri. Séra
Jón var stórgáfaður, einstakt ljúfmenni, fríður sýnum og fyrir-
mannlegur. Hann lét reisa íbúðarhús það, er nú stendur í Gaul-
verjabæ. Auk þess kom hann á fót barnaskóla í hreppnum,
meðal annars naut prófessor Ásgrímur Jónsson listmálari þar
kennslu.
Samkvæmt prestatali hafa 37 prestar, að undanteknum nú-
verandi sóknarpresti, gegnt þjónustu að Gaulverjabæ. Ef tekið
er meðaltal þjónustuára prestanna frá siðskiptum, kemur í
Ijós, að það er nálægt 22 ár.
Gaulverjabær var alltaf mjög eftirsótt prestakall. Jörðin
mikil og góð og prestakallið fjölmennt lengi vel. Þar sem undir
það heyrði Stokkseyrarsókn á Eyrarbakka (eins og segir i
gömlum skjölum), þ. e. a. s. nú Stokkseyrar- og Eyrarbakka-