Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 41
Um œskulýðsstarí. Mér er það ljóst, að brýna nauðsyn ber til að efla og auka kristilegt æskulýðsstarf í landinu. Þess hefur ævinlega verið þörf, en ekki sízt nú. Breyttir þjóðfélagshættir krefjast þess. Skal ég gera nokkra grein fyrir þessari staðhæfingu minni. Nú orðið er ungt fólk ekki eins bundið heimilum sínum og aður var, þar með verða áhrif heimilanna til mótunar minni eu æskilegt er. Fyrst og fremst eru það skólarnir, sem taka við börnunum á unga aldri mikinn hluta árs, og má gera ráð ■fyrir, að þeir hafi veruleg áhrif á barnssálina ásamt þeim fé- iagsskap, sem börnin þá lenda í. Það verður því mjög undir skólastjóra og kennurum komið, hver þessi fyrstu áhrif utan heimilanna verða fyrir barnssálina. I héraðsskólum og æðri skólum mun því miður reynslan ekki vera svo góð sem skyldi. Fjöldi unglinganna er orðinn svo mik- lna í skólunum, að erfitt reynist að stjórna þeim, en oft mis- Jufn sauður í mörgu fé, eins og gerist og gengur. Hins vegar er lögbundið nám orðið það yfirgripsmikið og erfitt, að enginn eða lítill tími gefst til að fræða unglingana um það, sem mest a ríður fyrir hvern mann. Kristin fræðsla og önnur sú fræðsla, Sern helzt mætti verða til aukins manngildis, hefur setið á hak- anum. Hér þarf að verða breyting á. Skólarnir, og þó einkum Unglingaskólarnir, þurfa að taka upp fræðslu, sem miði að því aö gera nemandann að betri og sannari manni. Verði þetta ekki gert, verður annar aðili að koma í þeirra stað. Annað atriði yfirstandandi tíma, sem ég tel hættulegt ungu fólki, er mikil fjárráð og margar frístundir þess. Þetta þyrfti hvorugt að verða ungu fólki skaðlegt, ef það kynni með að fara, en hér geta heimilin litlu eða engu um ráðið. Eftir ferm- lngu vill unglingurinn ráða sér sjálfur, verður þar engu um hokað af foreldrunum. Skemmtistaðirnir kalla á unga fólkið Ur öllum áttum. Farartækin eru nóg og samgönguleiðir greið- ar- Nú er ekkert við því að segja, þó að ungt fólk skemmti sér,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.