Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 22
260
KIRKJURITIÐ
Því að vér höfum engin minnstu áhrif á utankirkjumennina,
fyrr en þetta gerist. Enda ekki ástæða til annars. Og heldur
ekki víst, að það dugi heldur, nema í sumum tilvikum.
Sannast sagt er ég þeirrar skoðunar, að flestir nú á dögum
séu svo hugfangnir af gögnum og gæðum þessarar veraldar,
að þeir gefi sér ekki tíma til „að sinna“ því, sem vér bjóðum
þeim. Hins vegar eru þó til bæði menn og konur, sem þrátt
fyrir það þótt fámenn séu, hafa opin augu fyrir því, að öll
þessi heimsgæði kunna að standa á allvöltum fæti. Og finna
jafnframt átakanlega til þess, að mannlegu lífi verður ekki
fyllilega fullnægt með því einu, sem fæst keypt fyrir peninga.
Það er til þessa fólks, sem kirkjan getur talað. Og hún á ekki
fyrst og fremst að gera það með lærðum orðum, heldur með
því að sýna og sanna, að hún eigi góð og gild svör við þeim
spurningum, sem brjótast um í hugum þessara manna. Til
þess verður kirkjan sjálf að vera kristin í raun og sannleika,
og fá þetta fólk til að gefa sér gaum.
Þetta er sannarlega hægara sagt en gert. Hvernig tekst oss
að fá vini og nágranna til að láta sig safnaðarlífið nokkru
skipta? Og oftast væri einna vonlausast að draga þá með sér
í kirkju, jafnvel þótt það kynni að takast. Helgisiðirnir eru
sem sé miðaðir við þá, sem þegar eru kristinnar trúar og að
nokkru kristilega menntir. Hinir skilja þá lítt og verða sjaldn-
ast snortnir af þeim. Helzt verður að grípa til nýrra úrræða.
Persónulegrar kynningar og samskipta á fleiri en einn veg. • • •
Fyrst ríður á að geta svarað því í orði og verki, hvað það sé,
sem vér kristnir menn höfum, en aðrir ekki, og sé þó öllum
mikilvægast. ...“
Þetta þarfnast ekki skýringar — en er til umhugsunar.
Nauösynleg nýskijmn.
Blöðin hafa getið þess, að sakadómarinn í Reykjavík sé nu
erlendis til að kynna sér, hversu farið er refsivist í nágranna-
löndunum. Þetta er hin mesta nauðsyn. Hér vantar ekki að-
eins nýtt fangahús í höfuðborginni, heldur nýskipan refsimál-
anna — betrunarvistir. Allir munu sammála um, að málum
þessum hefur ekki verið sinnt sem skyldi undanfarið, enda eru
þau á ýmsan veg í ólestri. Menn mun heldur ekki greina á um
það, að höfuðmarkmið refsingarinnar á að vera það að gera