Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 48
286
KIRKJURITIÐ
og svo varð ég að skima eftir jurtasalanum. Ég hafði ekki
hugmynd um, á hverju ég ætti helzt að byrja.“
„Ætli maður þekki það“, sagði frú Grúnfeld. „Það er í mörgu
að snúast á einu heimili.“
„Það er ekki það versta,“ sagði Marta, ,,en mann langar
líka til að heyra eitthvað gott. Ég er nú bara eins og hver
önnur heimsk vinnukona, — en ég hugsa með sjálfri mér:
„Einhver verður að gera þetta, einhver verður að matbúa og
þvo og gera við og sópa, fyrst Maja okkar hefur ekki geð í sér
til þess.“ Hún er farin að gangast dálítið fyrir, frú Grúnfeld;
en hér áður fyrr var hún svo fín og falleg, að — að að ég varð
að ganga undir henni, þér vitið, hvað ég á við. Og svo halda
allir, að ég sé ekkert nema geðvonzkan, frú Grúnfeld. Þér get-
ið ímyndað yður það, að sú manneskja,sem er sí-geðvond og
óánægð, getur ekki eldað alminlegan mat. En það er ekkert
slæmur matur hjá mér. María er lagleg, og þá þarf Marta að
geta matreitt sæmilega, nú er það kannski ekki eins og það
á að vera? Þér þekkið það kannski sjálf, frú Tamara: Maður
heldur að sér höndum stundarkorn, bara eitt andartak, og þá
sækja að manni svo undarlegar hugsanir: Þér finnst kannski
eins og einhver vildi segja eitthvað við þig, eða bara rétt horfa
á þig eins og hann vildi segja: Dóttir mín, þú vefur okkur
ástríki þínu, þú veitir okkur óskipta umhyggju þína, með lík-
ama þínum sópar þú, og heldur öllu hreinu með hreinleika
sálar þinnar. Þegar við göngum inní hús þitt, virðum við það
þig. Einnig þú hefur elskað mikið, á þinn hátt, Marta . . .“
„O, ætli það ekki,“ sagði frú Grúnfeld, „og ef þér ættuð sex
börn, Marta mín, eins og ég á, þá fyrst sæjuð þér það.“
Þá sagði Marta: „Þegar hann var þarna kominn, svona fyr-
irvaralaust, hann sjálfur, meistarinn frá Nazaret, varð mér
hræðilega órótt: Ég var næstum því farin að kvíða því, að
kannski — kannski væri hann einmitt kominn til að segja við
mig þetta dásamlega, sem ég hef svo að segja verið að bíða
eftir árum saman — og einmitt þá er allt á rúi og stúi í hús-
inu. Ég fékk kökk í hálsinn og kom ekki upp orði. — Ég sagði
við sjálfa mig: Þetta líður frá, óttalegur bjánaskapur er þetta;
fyrst legg ég þvottinn í bleyti, svo hleyp ég yfir til Efraíms-
Ég læt senda eftir honum Lazarusi. Síðan rek ég hænsnin ut
úr portinu, til þess að þau trufli Hann ekki. Jæja. Og þegai'