Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 46
284 KIRKJURITIÐ unum, og sagði: „Æ, frú Tamara, ég get ekki fyrirgefið sjálfri mér. Hvernig átti ég að vara mig á þessu, einmitt núna, rétt fyrir hátíðarnar--------? Jæja, hugsa ég, fyrst kem ég þvott- inum frá . . . Þér kannizt nú við hana Maríu, og hvað hún er þjónustufrek. Ég var nýbúin að dengja óhreinum nærfötunum á gólfið, í eina hrúgu, þá veit ég ekki fyrri til en ég heyri sagt: Komiöi sælar, systur, — og hann stendur á þröskuldinum. Ég kalla um leið: María, María, komdu hingað! Ég vildi fá hana til að hjálpa mér við að koma hrúgunni úr augsýn------------ Maja kemur þjótandi, ógreidd og illa til höfð, og þegar hún sér hann, hrópar hún eins og hún sé að sleppa sér: „Meistari, meistari, þér eruð kominn til okkar?“ — og viti menn, komin á knén og snöktir og kyssir hendur hans. Ég dauðskammaðist mín fyrir hana, frú Tamara. Hvað átti meistarinn að halda um allan þennan óhemjuskap? Og óhreinar flíkurnar útum allt! Það var rétt með naumindum að ég kom mér að því að segja: „Gjörið svo vel og fáið yður sæti, meistari“, og varð höndum seinni að hrammsa þvottinn uppaf gólfinu. En María sleppti ekki hendinni á Honum og kjökrar: „Meistari, talið þér, segið þér eitthvað við okkur, Rabbúní! ...“ Hugsið þér yður annað eins, frú Tamara, hún kallar hann Rabbúní! —- Og allt í drasli. — Þér vitið, hvernig það er, þegar á að fara að þvo, það var ekki einu sinni búið að sópa.---------Hvað átti hann að hugsa um okkur, ég veit það ekki?“ „Já, en ég skal nú segja yður, Marta mín,“ sagði frú Grún- feld hughreystandi, „karlmenn taka nú ekki svo eftir því, þó að eitthvað fari aflaga. Skyldi ég vera farin að þekkja þá?!“ „Hvernig sem það er“, sagði Marta, og augnaráðið varð ein- beitt. „Það verður að hafa einhverja reglu á hlutunum. Þér vitiö, frú Tamara: Þegar Meistarinn var að borða hádegismat hjá tollheimtumanninum, þá gat María litla þvegið fætur hans með tárum og þerrað þá með hárinu------------Ég veit, að ég hefði aldrei vogað mér að gera þvílíkt og annað eins, en hitt hefði ég að minnsta kosti reynt að hafa gólfiö hreint, þegar hann kæmi. — Já, það hefði ég viljað, sannarlega. Og komið með fallegu mottuna handa honum, þér vitið, teppið frá Dam- askus. En ekki óhreinan þvott! Þvo honum um fæturna með tárum og þurrka þá með hárinu á sér, það getur Maja; en að henni detti í hug að greiða sér þegar hann kemur, það er of

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.