Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 32
270 KIRKJURITIÐ dómsmaður, snjall kennari og nafnfrægur ungdómsfræðari (eins og komizt er að orði um hann). Hann var sæmdur meist- aranafnbót í heimspeki. Séra Bjarni var fæddur 1724 í Gnúpverjahreppi, síðar bjuggu foreldrar hans á Efra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi. Um daga Bjarna skólameistara var aðbúnaður skólapilta mjög lélegur, enda eru þá að renna upp erfiðustu ár landsmanna. Jafnvel talað um, að skólapiltar hafi soltið heilu hungri, lekar vistar- verur og svo fram eftir götunum. Hvort sem það var nú af þessu eða öðru, risu miklir úfar með skólameistara og biskup- unum í hans tíð, Finni og Hannesi, og það svo, að talað var um þrjátíu ára stríð milli Bjarna skólameistara og Finns bisk- ups. Hefur þetta allt orðið til þess, að Bjarni sótti um Gaul- verjabæ, umsókn hans fylgdu mikil og góð meðmæli frá Finni biskupi. Séra Bjarni fékk veitingu fyrir Gaulverjabæ 25. júlí 1781 og vígðist 23. september sama ár, þá 57 ára að aldri, elzt- ur þeirra presta, sem vígzt hafa að Gaulverjabæ, en frá byrjun 17. aldar eru þeir 7. Séra Bjarni var prestur í Gaulverjabæ meðan Móðuharðindin og afleiðingar þeirra stóðu yfir. Sár- soltið og sjúkt fólk kom austan úr eldinum og hélt vestur á bóginn. Áreiðanlega hefur það ekki farið fram hjá Gaulverja- bæ. Helzt var það, að stórbýlin væru aflögufær. Séra Bjarni magister Jónsson, eins og hann var oftast nefnd- ur, andaðist í Gaulverjabæ 13. okt. 1798. EftirmaÖur séra Bjarna var ungur og harðduglegur maður, ættaður austan undan Eyjafjöllum og kom töluvert mikið við sögu í Árnessþingi á tímabili. Það var séra Jakob Árnason. Hann var vígður að Gaulverjabæ 26. maí 1799 og var þar prestur til dánardags 19. ágúst 1855, og var þá búinn að þjóna þar allra presta lengst, bæði fyrr og síðar, eða í 56 ár, eins og segir hér að framan. Auk þess var hann prófastur í Árness- prófastsdæmi í 30 ár. Meðan séra Jakob var prestur, voru allróstusamir tímar innan prestakalls hans. Þarf ekki annað en nefna Kambsránið 1807 og öll þau málaferli, sem af því spunnust. Hefur því oft þurft að bera sáttarorð á milli, svo að gott var, að sá, sem átti að gera það, var flestum mönnum betur til þess fallinn. Séra Jakob var lærður vel, mikill höfðingi, ljúfmenni og læknir góður, enda hafði hann numið læknisfræði í 2 ár hjá Jóm

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.