Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 7

Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 7
KIRKJURITIÐ 389 með höndum. 1 hverju hiskupsdæmi er stiftsgarður — miðstöð kirkjulífsins líkt og getið var í Lárkkulla. Sveitarfélög og bæjarfélög styðja kirkjubyggingar. Kirkju- skattur er viss liundraðsliluti af útsvörum manna. Yfirvöldin sjá að sjálfsögðu um greiðslu lians. Faslari kirkjustjórn og meiri kirkjuagi er í Svíþjóð en liér. Ekki virðist vera veru- legur áliugi fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. En vissulega er framtíðin á margan veg óviss og torráðiu. Að biðja (Stine Andersen) Að biðja er ei, sem keipótt barn að krefjast að komi Guð og láti að vilja manns. Að biðja er hitt: í heitri þrá að hefjast að hástól Guðs og þiggja blessun hans. Að biðja er eigin vild og vilja að gleyma. „Þinn vilji, faðir, gerist, ekki minn!“ Þá náðarríkar líknarlindir streyma með Ijúfan frið — og þorna tár á kinn. Að biðja er í stormum striðs og nauða að styðja sig við Drottins föðurhönd, og geðrór mæta gátum lífs og dauða, og Guði fela bæði hold og önd. Guð kærleiksfaðminn barni sínu býður, sem ber i auðmýkt á hans náðardyr, þá friðar sálu himins blærinn blíður og boðast lausn á öllu, er hugur spyr. G- Á.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.