Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 28
410
KIRKJURITIÐ
trúarinnar á Guð vilja menn setja trúna á flokkinn og óskeikul-
leik hans. „Die Partei liat immer reelit“ — Flokkurinn hefur
ávallt á réttu að standa.
Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru bendir þó
ýmislegt til þess, að ekki gangi eins lirukkulaust í Ungverja-
landi og Austur-Þýzkalandi að byggja upp kommúnistiska
„mótkirkju“. Ungversk blöð kvarta a. m. k. yfir því, að mikið
skorti sums staðar á, að yfirvöldin sýni nægilegan áhuga á að
innleiða „betri samfélagssiðu“. 1 Búdapestblaðinu „Nepszawa“
er t. d. frásögn af „leiðu atviki“, þar sem kvennaráð staðarins
og yfirvöldin í bæ einum höfðu lagt „skriffinnskukenndar“
liindranir í veg fyrir socialistiska útför konu eins flokksmanns-
ins. Flokksforystan gefst þó að sjálfsögðu ekki upp fyrir slíku
og notar m. a. „Félagið til útbreiðslu upplýsingarinnar“ til þess
að hamra guðleysisáróður óaflátanlega inn í vitund fólksins,
og haldið er fast við markmiðið, — að útrýma kristindóminum
sem „skaðsamlegum leifum fortíðarinnar“. Héraðsstjórnirnar
fá stöðugt kröftugar áminningar um að vinna afsláttarlaust að
framgangi „nýsköpunarinnar“.
Einnig í sjálfum Sovétríkjunum, — hinni miklu fyrirmynd
allra kommúnistiskra landa, — hafa menn (jafnvel enn svo
löngu eftir byltinguna) greinilega hliðsjón af kirkjunni, þegar
um er að ræða fyrirkomulag socialistiskra hátíða.
Frétt þaðan að austan greindi frá því um áramótin síðustu,
að í Moskvu hafi gömul aðalshöll frá 13. öld nú verið útbúin
sem „brúðkaupshöll“, og ástæðan til þessarar framkvæmdar
er sú, að svo margar kvartanir liafi borizt yfir því, að borgara-
leg vígsla liafi jafnan verið sviplítil athöfn, -— og að kommún-
isminn þoli á þessu sviði engan samanburð við þann liátíð-
leika, sem kirkjan setji á lijónavígsluna. Af sömu ástæðum sáu
menn sig þegar á síðastliðnu ári tilneydda til þess í Leningrad,
að útbúa svipaða viðhafnarhöll fyrir hjónavígslur og nú er til
komin í höfuðstaðnum, og að líkindum verður þessu fordæmi
fylgt víðar í Rússlandi.
Kommúnistum er nefnilega alveg Ijóst, að fólkið vill ekki
aðeins hafa brauð, heldur og leiki, — og fvrir þeim er þá séð,
en þess vandlega gætt að merkisatburðir og hátíðir liafi ekkert
kristilegt inntak.
Þetta á t. d. við um jólin. Því að eins og svo einkennandi var