Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 35

Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 35
KIRKJURITIÐ 417 um, livert ferðinni er lieitið. En það má brjóta þennan álaga- fjötur. Yér getum þvegið af oss liversdagsrykið og orðið að nýjum mönnum. Hið undursainlega við allt þetta er, að skírn- arlaugin er alltaf við liendina: Ain Jórdan með hinu lieilaga vatni rennur aldrei nema í örskotsfjarlægð. Hún er einnig hér lijá oss. Og ef vér förum að hlusta, munum vér heyra gný hrynjandi vatna. Tímans elfur streymir hratt, og allt er á fleygiferð. Ef vér ein erum bergnumin og heft í fjötur vanans og deyfðar- innar, villumst vér inn í björgin til tröllanna, þar sem allt lif- andi steinrennur. Fjötur vanans er háskalegur, hann blindar oss. Daglega getum vér liorft á hin mestu undur veraldar án þess að sjá, af því að vér liöfum haft þau alla stund fyrir augum. Hugsum oss, að vér liefðum verið blind frá fæðingu, og síðan allt í einu fengið sjónina. Mundu oss þá ekki þykja allir hlutir undur- samlegir: Upprás sólar og niðurganga, skrauteldar himins á stjörnubjörtu kveldi, hin mjúku, hvítu ský, sem svífa yfir himinhvolfið á hjörtum vordegi, skógartrén, sem anda frá sér angan og friði, hlómið, sem vex upp úr moldinni tárhreint og ilmandi. Hvarvetna mundum vér sjá undur sköpunarverksins með sömu augum og Adam og Eva litu það fyrst í Paradís. Vér mundum sjá, að allt er furðulegt við þessa tilveru vora á jörðunni. Veröldin er eitt stórt kraftaverk Guðs: Með nýrri sjón yfir hauður og haf sá liorfir, sem hlómin skilur. Að sitja á krossgötum Því var trúað í gamla daga, að ef menn sætu úti á kross- götum á nýjársnótt eða Jónsmessunótt, þá mundu þeir sjá alls konar undur. Þá fóru álfarnir á kreik og létu falar ger- semar sínar. Þá fengu skynlausar skepnur sál. Þá fundu menn óskasteina. Þá hirtust þeim óorðnir hlutir. í þessum merkilega skáldskap þjóðarinnar er mikill sann- leikur fólginn: Því miður gerist það ekki oft, að menn sitja úti á krossgötum. Lífið er fyrir flestum einstefnuakstur. En detti okkur það í hug, þá eru krossgöturnar við næsta fótmál, 27

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.