Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 4
Séra Jón Kr. ísfeld:
Listamaðurinn Otto Flath
[ útjaðri borgarinnar Bad Segeberg í Scbleswig-Holstein,
A fjarri ys og þys uniferðarinnar, á bann heima. Þarna í
yndislegri skógi vaxinni lægð, sem gengur inn í litla bæð,
stendur vinnustofan og jafnframt listaverkasafnið. Staðurinn
kallast Bismarckallee. Þar er snotra íbúðarhúsið lians. Þarna
liefur hann nú lifað og starfað í nærri aldarfjórðung. Þarna
befur bann úr brjúfum trjábol kallað fram með frábærri list
sinni eitt listaverkið af öðru. Þessi maður er tréskurðarmeist-
arinn Otto Flatli.
Hann er fæddur 9. maí 1906 í þorpinu Staritzke við Kiew.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en varð 5 ára gamall að
byrja að bjálpa lil á beimilinu og allt þar til skólaganga hans
bófst. En þá litlu síðar brauzt fyrri beimsstyrjöldin út. Síðan
kom stjórnarbyltingin í Rússlandi, sem lauk með því, að keis-
aradæmið leið undir lok, en bvltingarsinnar tóku völdin.
Þessi stjórnarbylting bafði í för með sér flótta fjölmargra
þýzkættaðra fjölskyldna. Til þessa flóttafólks heyrði fjölskyld-
an Flath, sem var af þýzku bergi brotin. Húsbóndinn hafði þá
vefið tekinn fastur og fluttur til Síberíu. En fjölskyldu hans
var ekki kunnugt um, hvar hann var niður kominn. Húsmóð-
irin ákvað að flýja með börnin sín 7 til Þýzkalands. Með allra
nauðsynlegustu hluti til ferðarinnar lagði móðirin af stað frá
Staritzke. Leiðin lá yfir Cdiarkow til Riga. Það var eina leiðin,
sem flóttafólkinu stóð opin. Frá Riga var von að geta komizt
sjóleiðina til Þýzkalands. En það fór öðru vísi en ætlað var.
Fjölskyldan varð að bafa ársdvöl í Riga. Minningarnar frá