Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 6

Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 6
148 KIRKJURITIÐ um borð, án þess aft skipsliöfninni yjði kunnugt um veiki hennar. En þegar það varS Ijóst, var um seinan a3 reka fjöl- skylduna frá borði, því að þá var komið út á rúmsjó. Þegar til Lúbeck kom, varð bið sjúka fólk að fara þar á sjúkrabús. En loks þegar Flath-fjölskyldan var ferðafær, var liún flutt til Kiel. Flóttinn frá Rússlandi liafði heppnazt. En þar með var þó ekki allt fengið. Þýzkaland var lamað eftir hina geig- vænlegu styrjöld, sem nýlega var afstaðin. Þegar hér var komið, var Otto Flath orðinn 13 ára. Allt var nýtt fyrir honum í þessu nýja föðurlandi hans. Það hafði mikil áhrif á skapferli lians og lundarfar, en einnig á síðari ára listsköpun lians. Hann fór í skóla í Melsdorf. Hann var fermdur í Flemlnide 1922. Síðan fór liann til náms lijá Karli Schneider, fílabeinsskurðmeistara í Kiel. Já, hann var sannar- lega ekki á sama staðnum á æskuárum sínum. En nú var hann sern sagt kominn til listamanns, sem kennt gat honum meira en flestir aðrir í skurðlistinni. Það hafði snemma komið greinilega í ljós, að Otto var skurðhagur. Og nú var hann kominn til náms. En kaldhæðin kreppan stóð yfir. Fyrst eftir að náminu lauk, liafði Otto talsvert að gera, en svo sagði kreppan til sín. Köldum krumlunum tók hún um hinn unga listamann og keyrði liann inn í skuggakima atvinnuleysisins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.