Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ
149
Þeirri tilveru varð hann að lilíta næstu árin. Þó að myrkt væri
yfir tilveru listamannsins, sá liann gegnum myrkrið liylla
undir framtíðartilveru bjarta og fagra. 1 stjórnmálum lands-
ins voru byltingar, sein áttu sinn þátt í fjárhagskreppu, meðan
þær stóðu yfir. Otto gat að sjálfsögðu alltaf leitað heim til
foreldraliúsanna, þegar syrti að. Og það gerði liann. Samtímis
því, að þessi ár voru mikil erfiðleika-ár fyrir Otto, voru þau
honum lærdómsrík. Hugur lians varð fullur af fjölbreyttum
listaverka-efnum, sem hann yrði einlivern tíma að fá að leiða
fram í dagsljósið í lifandi listaverki — já, eins lifandi og
hinar ýrnsu viðartegundir gátu orðið talandi í höndum lista-
mannsins. Þrátt fyrir þann erfiðleikaþunga, sem á Otto lá á
þessum árum, tókst honum þó á þeim að skapa listaverk. 1930
gerir hann t. d. „ANKLAGE DER NATUR“ og „BETTLER“.
I þessum listaverkum og nokkrum öðrum, sem gerð eru um
h’kt leyti, birtist að sumu leyti hið látlausa, jarðbundna, sem
þó bendir inn í dularlieima listamannssálarinnar.
Á árinu 1934 kemur listaverkið „DER SIEG DES GLAUB-
ENS“. Þar með brýtur listamaðurinn ísinn, sem legið liefur
yfir sál lians og list-tjáningu, meðan á erfiðleikunum stóð.
Hér eftir hefur sál hans sig til flugs yfir allt sem er lágt og
lífvana, upp til liásala himinsins. List hans verður stórbrotn-
ari, vaxandi þroski birtist í samfylgd frábærrar listar. Áfram,
hærra, virðist nú verða kjörorðið. En dýpstu alvöru sleppir
skáldlegur andi listamannsins ekki. Lífið gefur lionurn margar
°g myndauðgar sýnir, sem allar birta honum alvöruþrunginn
heim.
Annars telja flestir, að á árinu 1932 verði hin eiginlegu
straumhvörf í lífi Ottos. Á því ári kynnist liann Burmeister-
fjölskyldunni, sem býður lionum aðstoð sína á efnahagssvið-
tnu. Á vegum hennar fer listamaðurinn til Bad Segeberg. Þá
hefst loks það tímabil í lífi listamannsins, þegar hann þarf
ekki að horfa með ugg og ótta til næsta dags vegna skorts á
lífsviðurværi. Efnahagsafkoma hans er tryggð. Nú gat hann
^hyggjulaus gefið sig lieilan og óskiptan að hugðarefnum sín-
l,m. Bernskudraumurinn urn að gefa heiminum ódauðleg
listaverk liafði ræzt. Og nú verður livert listaverkið til af
öðru. Eftir þetta heldur hann sig mest að kirkjulegri list.
Manngöfgi og fegurðarþrá lyfta listtjáningu Ottos hærra og