Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 8
150
KIRKJURITIÐ
hærra. Lotning, tilbeiðsla, ást, virðing og dýpsta hjartans þakk-
læti til Frelsarans birtist í listaverkunum. Þar koma menn-
irnir fram ýmist fáir eða margir og láta í ljós liin ýmsu hug-
hrif, sem nefnd eru hér á undan. Við sjáum þau birtast í stell-
i:igum líkamans. Mennirnir ýmist lmeigja höfuð sín eða lyfta
andlitum sínum til hæða, ýmist rétta þeir fram liendur sínar
eða lyfta þeim. Þessi formtjáning listamannsins hlýtur að tala
sínu máli til hvers þess, sem virðir hana fyrir sér með opnum
liuga.
Ekki get ég dæmt um það, hvort list þessa snillings er til-
heyrandi einhverri sérstakri liststefnu. Nær er mér að halda,
að Otto Flatli sé ekki háður neinni einstakri liststefnu eða
„isma“. Fremur mun liægt að segja um hann, að liann Iiafi
sína eigiu, föstu listdrætti í verkum sínum.
1 vinnustofu og sýningarskálanum í Bismarckallee í Bad
Segeberg eru fjölmörg listaverk Ottos. En fleiri munu þau
listaverk lians, sem er að finna annars staðar, jafnvel í öðrum
heimsálfum. Þó ekki væri til að dreifa nerna listaverkunum
í Bad Segeberg, mætti samt telja Otto Flatli einn mesta lista-
mann veraldarinnar þeirra, sem nú lifa. Þessi listamaður er
ekki að telja eftir sér smádrættina í verkum sínum og þannig
láta nægja útlínurnar einar. 1 verkum lians er liverju smá-
atriði gerð full skil. Þar hefur engum nútíma „isma“ tekizt
að klæða lífið „nýju fötunum keisarans“.
Ekki mun gott að segja, livert verka listamannsins beri af.
En bér skal aðeins lauslega minnzt á þau tvö ölturu, sem
meðfylgjandi myndir sýna að nokkru leyti.
1. „Der Barmlierzigkeits-AItar“ (bls. 147) er gert á árinu 1951.
Það er að mestu leyti úr linditré og „Pappel“. Hæð þess er 3,40
metrar, en breiddin 5,50 metrar. Eins og vart verður mjög oft
í verkum listamannsins, þá er hendin aðaltákn altarisins. Því
er skipt í 7 liluta, þar sem hendin er lögð til grundvallar 6
hlutunum. Þar sjáum við: biðjandi hendina, boðandi liendina,
hjálpandi hendina, neytandi hendina, elskandi hendina og
blessandi hendina. Miðhluti verksins er Frelsarinn með út-
breiddan faðminn, blessandi alla. En í kyrtil Frelsarans er
útskorin ævi- og þjáningarsaga hans. Þetta dásamlega altari
stendur í Otto Flatli safninu í Bad Segeberg. Undrandi og
hrifinn og lotningarfullur hlýtur sérhver að standa frammi