Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 9
KIRKJURITIÐ
151
fyrir þessu altari, ekki eingöngu vegna þess, hversu undursam-
lega það er gert, heldur fyrst og fremst vegna þeirrar kær-
leiksdýptar, sem listaverkið boðar.
2. „Der Verkundigungs-Altar“ er gert á árinu 1957. Það
er einnig gert að mestu úr linditré. Hæð þess er 4,80 metrar,
en breiddin 6 metrar. Það er nú í Frelsarakapellunni í Alt-
Garge/Elbe.
Það er auðvitað fullkomin ástæða til þess að listamaðurinn
sé þannig lítillega kynntur. 1 skurðlist sinni minnir hann mig
niikið á bina frábæru böggmyndalist íslendingsins Einars
Jónssonar. Báðir túlka þeir tign og kærleika Krists og lyfta
hugum áhorfendanna upp yfir mold og myrkur, til eilífs ljóss
og lífs.
Maður þarf ekki að liafa verið í neinum bænarhug, er nianni verður
l'tið til stjarnanna og finnst næstum óhjákvæmilegt að láta fallast til
Jarðar í orðlausri tilheiðslu.
— Edith Södergran.
Hleypidómarnir gegn Guði eru þeir, sem erfiðast er að sigrast á.
— Edith Södergran.
Mennirnir ættu sér engrar hjargar von, ef allar bænir þeirra væru
heyrðar. — Kristina.
Speki heimsins kann að reynast heimska á himni. Af því leiðir þó ekki
að heimska veraldarinnar þurfi endilega að vera vizka himnanna eins og
suinir „rétttrúarmenn" virðast halda fram. — Viktor Rydberg.
Nú á dögum 6tanda allir víghúnir í öllum löndum. Menn vaka hver
J'fir öðrum, óttast hverir aðra, og leitast við að grafast fyrir það hvert
ríkið sé nú skelfdazt. Alls staðar hlasir vanmátturinn við augum og eng-
uin veit hvað hann í rauninni vill eða verður að gera..
— Kristina (1626—89).
Iðni manna við að ræða bresti náungans stafar mest af því hvað þeint
er ógjarnt að leiða liugann að sínum eigin. — Ola Hanssen.
Það eina, sem getur kæft hárey6ti heimsins — er þögnin.
— Vilhelm Ekelund.