Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 11

Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 11
Kl RKJURITIÐ 153 menntanna á öllum sviðum, verið bæði sagnfræðingar, fagur- fræðingar og skáld, auk þess að vera leiðtogar í trúarefnum og kennarar. Auðvitað liafa þeir ekki allir verið vængjaðir englar. Þeir liafa verið, eins og aðrir, breyskir menn og börn sinna tíða. Að ýmsu í fari þeirra og kirkjunnar á liðnum öld- um má margt finna og færa til þess rök. En ætli það bafi ekki verið fleiri en þeir einir, sem undir einhverja sök liafa verið seldir? Og ætli það kunni ekki líka eitthvað að verða fundið að þeim, sem nú liallmæla mest kirkju okkar á liðinni tíð, þegar þeir eru allir og ný öld rennur? Klerkarnir voru um áralangt skeið langfjölmennasta mennta- stéttin í landinu. Og kirkjan var voldug og auðug og að veru- legu levti sjálfstætt ríki í ríkinu. Þess vegna var eðlilegt, að prestar og kirkjuhöfðingjar settu þá svip á öldina. Nú er þetta gjörbreytt. Prestarnir eru orðnir tiltölulega fámennur hópur í öllum þeim sæg menntamanna, sem nú beitir áhrifum sínum og lærdómi í þessu landi. Kirkjan er orðin að mestu fjárvana stofnun og ríkisvaldinu liáð meira en góðu hófi gegnir. Prestarnir setja ekki lengur þann svip á þjóðlífið, Iivorki í trúarlegum né menningarlegum efnurn, sem áður gerðu þeir. Þetta er staðreynd. En hér er ekki tími til að rekja aðdraganda eða orsakir þeirrar staðreyndar. Enda verður heimi ekki breytt á þann liátt. Hitt er ætlunin, að athuga liér lítilsháttar, hvort ekki kynni að vera unnt, að kirkjan færi að taka upp aftur þann þráðinn, sem svo verulega liefur slitnað í seinni tíð. Á ég þar við þráð hinnar almennu memiingar og sögulegra fræða, og meiri skerf hennar til bókmenntanna yfirleitt. Að rannsóknum íslenzkra fræða og íslenzkrar sögu er nú sennilega meira unnið en nokkru sinni úður. Að minnsta kosti eigum við þar á að skipa fjölmennara liði þar til menntaðra manna en nokkru sinni hefur verið. Endurheimt liandritanna ætti einnig að auðvelda þær ramtsóknir og auka áhugann á þeint. Samt er það svo, að íslenzk kirkjusaga liefur í rauninni mjög orðið litundan og setið á hakanum við slík fræðistörf til þessa. Hið íslenzka Bókmenntafélag hefur að vísu látið vinna agætt undirstöðustarf kirkjusögulegra athugana með útgáfu Fornbréfasafnsing. En því starfi miðar sorglega seint, eins og allir vita, og útgáfan, að minnsta kosti að því er tekur til fornra

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.