Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 13
KIRKJURITIÐ
155
Ég kem þar einkum auga á fjórar leiðir, en fleiri kunna þó
til að vera.
1. Árlegt framlag úr PrestakallasjóSi. Þessi sjóður er nú
orðinn allstór á íslenzkan mælikvarða. Árlegar tekjur hans
vegna óveittra prestakalla nema að ég hygg 150—250 þúsund-
um á ári og stundum meira. Hann er undir stjórn Kirkjuráðs.
Fae ég ekki séð, að nein lagaákvæði séu því til fyrirstöðu, að
stjórn sjóðsins veitti kirkjulegu bókmenntafélagi ríflegan styrk
árlega til starfsemi sinnar.
2. SjóSur Strandarkirkju. Strandarkirkja er, eins og kunn-
ngt er, langsamlega auðugasta kirkja landsins. Sjóður hennar
skiptir milljónum króna. Árleg áheit og vextir höfuðstólsins
er nokkur hundruð þúsund og fara sívaxandi. Það hefur löngu
verið viðurkennt, bæði í orði og verki og í lögum, að nokkru
öðru máli gegni um þetta fé en aðrar eignir einstakra kirkna,
enda tekjur liennar ekki framlög safnaðarins, heldur þjóðar-
innar. Ég fæ því ekki séð, að það væri neiri goðgá að taka til
alvarlegrar yfirvegunar, hvort ekki væri bæði heppilegt og
skynsamlegt að koma því til vegar, að einhverjum hluta þessa
fjár yrði varið til útgáfustarfsemi kirkjunnar íslenzku, annað
livort sem beinum styrk eða vaxtalausu framlagi. Til þessa
inundi þurfa sérstaka löggjöf, en ætti eigi að síður engan veg-
inn að vera óframkvæmanlegt. Á þennan liátt mundi þetta
fé verða til þess að auka kirkjulega menningu í landinu, og
væri það vel. Kynni og svo að fara, að eitthvað af þeirri giftu
°g heill, sem fylgt liefur þessari litlu kirkju um aldir og þjóðin
befur svo mjög trúað á, kynni einnig að verða máttugt í starfi
hins kirkjulega bókmenntafélags, þjóð og kirkju til blessunar.
3. Arlegur opinber styrkur. Ég tel það ekki efamál, að
ríkið, sem samkvæmt stjórnarskránni á að vernda þjóðkirkjuna,
niundi fúst til þess að veita svona félagi árlegan styrk til starf-
semi sinnar, svo sem það þegar gerir til eflingar annarra félaga,
er vinna að útgáfu og rannsóknum sögulegra fræða.
4. Vœntanlegar tekjur af annarri útgáfustarfsemi.
Eins og kunnugt er, eru bér á landi gefnar út allmargar
bækur varðandi kirkju og guðsþjónustuhald, sem algjörlega
°rugglega seljast í stórum upplögum og eru auk þess svo ná-
tengdar kirkjunni, að henni getur engan veginn á sama staðið