Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 14
156
KIRKJURITIÐ
né heldur má á sama standa livernig eru að öllum frágangi og
útliti. Einnig ber kirkjunni siðferðileg skylda að sjá til þess,
að slíkar bækur séu jafnan fyrir bendi og útgáfur þeirra ekki
ofurseldar dutlungum eða gróðafíkn einstakra útgefenda.
Þessar bækur eru meðal annars Sálmabók þjóðkirkjunnar,
Passíusálmarnir, Messusöngsbækur og Handbók presta. Ýmis
fleiri rit gætu og komið þar til greina, er kirkjan ætti að tryggja
sér einkaútgáfurétt að. Ennfremur væri lieppilegt að fram færi
ítarleg athugun á því, livort ekki kynni að reynast heppilegt
að slíkt félag tæki að sér útgáfu Biblíunnar og Nýja testament-
isins og annaðist sölu þeirra í samvinnu við Hið ísl. Biblíufélag
og með styrk frá því. tJtgáfa slíkra bóka ætti að geta orðið
félaginu nokkur tekjulind, ef rétt er á haldið, þó að sjálfsögðu
beri að stilla verði þessara bóka mjög við hóf.
I þessu sambandi er og vert að atliuga það, sem raunar er
ekki ný bugmynd, að kirkjan eða væntanlegt bókmenntafélag
hennar atbugi vandlega, bvort ekki mundi reynast bagkvæmt,
sambliða vaxandi útgáfustarfi, að eignast bæfilega prentsmiðju
eða eignast hlut í benni með öðrum. Er sennilegt, að slíkt
gæti að því stuðlað, að gera útgáfuna bæði ódýrari og vandaðri.
Ég bef bér að framan lauslega bent á þörfina á því, að
kirkjan hefjist banda um útgáfu og rannsókn á sinni eigin
sögu og tæki jafnframt í sínar hendur útgáfu þeirra bóka, er
starf hennar einkum varðar á hverjum tíma. Auk þess að vera
nauðsyn, ætti kirkjunni einnig að vera þetta nokkurt metn-
aðarmál. Ég bef ennfremur bent á leiðir til þess, að þetta
starf megi verða benni kleift fjárhagslega. Eftir er þá að sjá
bvern skilning og áhuga forráðamenn kirkjunnar og presta-
stéttin vill sýna þessu máli. Undir því er og verður að sjálf-
sögðu framkvæmd þess komin.
Sá, sem kemur sér í mjúkinn hjá öllum er einskis vinur. -— Kristina.
Menn eru ekki ánægðir með að vera það, sem þeir eru. Þeir vilja vera
liitt, sem þeir ímynda sér að þeir liefðu getað orðið. — Hjalmar Söderbcrg
Skynsemin á að vísu sóknarvopn i baráttunni við heiniskuna, en engan
varnarskjöld. — Gustaf Lindberg.