Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 15
Gunnar Árnason: Y^FIRSKRIFTIN er eiginliandarrit Galdra-Lopts, sem hér er birt með leyfi þjóðskjalavarðar Stefáns Péturssonar og fyrir hjálpsemi Kjartans skjalavarðar Sveinssonar. Galdra-Loptur er meðal kunnustu Islendinga, þótt nauðafátt verði frá honum sagt með sönnu, enda líklegast að liann liafi látizt skömmu eftir að liann lauk skólanámi, án þess að samtíð hans fyndist að liaim hefði nokkuð sér til frægðar unnið annað en algengt var um menn á lians reki. Þjóðsagan, sem séra Skúli Gíslason á Stóranúpi, síðar á Breiða- bólstað, færði í letur um Lopt, mun lengst halda minning lians a lofti. Þótt stutt sé, er hún svo römm og hrollvekjandi, að engum mun gleymast kynngi hennar né ógæfa Lopts og ömurleiki enda- loka hans. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar jók líka á frægð Lopts utan- lands og innan. Gísli Konráðsson skráði og örfáar sagnir af Galdra-Lopti eftir Pétri prófasti Péturssyni á Víðivöllum, föður Péturs biskups, sem var tengdasonur séra Grímólfs Illugasonar í Glaumbæ (d. 1784), skólabróður Lopts. Hafines Þorsteinsson, síðar þjóðskjalavörður, ritaði grein um Haldra-Lopt í ísafold 1915 og rekur þar það, sem helzt verður vitað um hann. Þessir eru aðaldrættirnir: Galdra-Loptur fæddist árið 1702 á Vörðufelli á Skógarströnd. Foreldrar lians voru Þorsteinn Jónsson fálkafangari og Ásta Loptsdóttir. Þeir Galdra-Loptur og Bogi Benediktsson í Flatey voru bræðrasynir. Loftur mun hafa misst móður sína meðan hann var enn á barnsaldri og sennilega verið tekinn í fóstur af Þormóði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.