Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 17
K! RKJURITIÐ 2 ._)9
sá, sem greip of fljótt í klukkustrenginn, svo að Loptur „náði
alleina þremur blöðum ella slitrum af þeim“.
Víst má telja, að Loptur liafi orðið geðveikur skömmu eftir
að hann útskrifaðist af Guðmundi skólameistara Steinssyni í marz
1722. Var honum þá komið undir liandarjaðar prests, sem þótti
bænheitur og líklegur til að lækna hann. Segir önnur sögnin að
hann hafi verið á Vesturlandi, en H. Þ. telur líklegra að liér sé
að ræða um séra Halldór Brynjólfsson, síðar biskup, sem þá
mun verið liafa á Útskálum. Var hann ættaður að vestan eins og
Loptur, en lítið eitt eldri, og þeir máski kunnugir.
A Loptur að hafa stolizt á sjó, er prestur var ekki heima og
kastað sér útbyrðis og drukknað án þess að honum skyti nokkru
simii upp.
Lauk þann veg harmsögu hans. En úr henni hefur ofizt feikn-
leg og ógleymanlega áhrifamikil mynd, sem varðveitist um
ófyrirsjáanlegan aldur.
Loks skal hér gerð grein fyrir rithandarsýnisliorninu með um-
niælum dr. Hannesar Þorsteinssonar:
„Sú venja virðist hafa verið nokkuð almenn í skólum hér á landi
a 17. öld og fram undir miðbik 18. aldar, að brottfarendur fengju
síðasta veturinn, sem þeir voru í skólanum, vottorð skólabræðra
sinna um góða hegðun, ásamt þakklæti fyrir samveruna og heilla-
óskum fyrir framtíðina. Voru vottorð þessi eins konar kveðja
Þ1 hrottfaranda, er hann geymdi til minningar um skólabræður
sína, enda rituðu allir nöfn sín undir slík vottorð með eigin
liendi. Eru vottorð þessi venjulega fallega rituð með munkaletri
°g eru liin mestu mætisskjöl, en því miður nokkuð fáséð nú. . . .
Eitt þessara vottorða, sem hér skiptir máli, er dagsett á Hólum
3- Febr. 1719 og gefið út með samþykki Snorra skólameistara
Jónssonar. Frumrit þessa skjals er í Landsskjalasafninu. Hafa 35
skólapiltar skrifað þar nöfn sín undir með eigin hendi og þar á
tneðal Lofftur Thorsteinsson, þ. e. Loptur frá Vörðufelli, Galdra-
Loptur. Er óhætt að fullyrða að rithönd hans muni nú hvergi til
nenia á þessu eina skjali. Að hann ritar sig Thorsteinsson, en ekki
Eláttáfram Þorsteinsson, þarf ekki að bera vott um fordild eða
tilgerð, því að þá var slíkur hégómi tíðkanlegur meðal lærðra
ttianna, að rita Th í stað Þ í nöfnum sínum. Annars gæti verið,
að skriptfróðir menn (skript þýðendur) nú á tímum gætu lýst
eitthvað lunderni Galdra-Lofts eptir dráttunum í nafni lians“.