Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 19

Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 19
Gunnar Árnason: Pistlar upprisusálmurinn mesti. Upprisutrúin er kröftugasta lífsafl kristindómsins. Hún sprengdi í öndverðu af lionum hýði gyðingdómsins og liennar vegna teygir lifandi meiður hans nú grænt og gróandi lim sitt um allar álfur. Trúin á liinn lifandi leiðtoga allra kynslóða — þessa heims °g annars — brýzt enn eftir tuttugu aldir áfram eins og fljót 1 vorflóðum. Og oss, sem gistum jörðina í dag, er upprisa Jesú Krists jafn nákomið og mikilsvert mál og frumkristninni, því að oss er lífið ámóta lijartfólgið og vér eigum dauðann alveg eins fram- undan og postularnir. Alla varðar það mestu hvað þeir lifa lengi. Sá, sem lieldur sig aðeins eiga kost á einum degi, lilýtur að vilja færa sér hann 1 uyt út í yztu æsar. Hinn, sem leggur upp í óralanga ferð, kenist ekki hjá að láta sér hugarhaldið um sinn heimanbúnað. Með upprisunni er oss líka boðuð sú bezta samfylgdin sem bugsazt getur, hvort lieldur um heim eða liiminn. Ég lief velt J)ví fyrir mér, hvaða upprisusálm ég vissi beztan. Hver lýsti ájtreifanlegast kjarna hennar og krafti, vekti öflug- a®t von hennar og fögnuð. Ég er ekki í vafa um, að það er Allt eins og blómstriS eina. Skyldi annars nokkurt ljóð í veröldiimi lýsa jafn einfaldlega °g J)ó djúptækt þeim óhjákvæmilega skugga dauðans, sem er daglegur fylginautur vor og eins háfleygt og fagnandi þeirri Domine, quo vadis? — Hvert ætlarðu, herra? Málverk eftir Annibale Caracci. ll

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.