Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 20
162 KIRKJURITIÐ sannfæringu, að hann sé aðeins tímabundinn — hverfi fyrir árgeislum æðri veraldar? Ljóðsnilld Hallgríms ræður ekki nema nokkru um áhrif sálmsins, hitt enn meiru, að hann hafði horft þangað til í augu dauðans, að hann las úr þeim að dauðinn gat ekkert „skaðað“ hann. Allir sálmar, sem sungnir eru við útfarir hérlendis, eru eins og lindalivísl hjá fljótsniði þessa sálms. Þeir, sem oft hafa staðið við opnar grafir, ganga þess ekki duldir, hversu ólíkan geðblæ það vekur að horfa þar í hríðar- sorta, jafnvel náttmyrkur — eða mót geislandi sól á heiðum liimni. Það er sá Ijóminn, sem þessi sálmur bendir sálarsjónum vorum til. Þess vegna er gott, að huggun lians skuli hérlendis hljóma í eyrum allra syrgjenda á viðskilnaðarstundunum. Að því leyti ■er hann víst einstæður. En er líka nokkur lífssöngur — sigursöngur um lífið — aem vér höfum heyrt sunginn honum fegurri né voldugri? Eða hvaða lofgerðaróður eða liylling hins upprisna tekur honurn fram? Eg veit minn ljúfur lifir Lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn lieitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. Jésús er mér í minni, mig á hans vald eg gef, hvort eg er úti’ eða inni, eins þá eg vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, liann er mitt rétta líf, honum af hjarta’ eg treysti, hann mýkir dauðans kíf.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.