Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 26
168
KIRKJURITIÐ
En gamt er minnzt á þetta hér vegna þess, að til munu vera
undantekningar liér sem annars staðar. Ýmsir fullorðnir, sem
aldrei lesa kvöldbænir — nerna þá á neyðarstund eða í harma-
myrkri. Og nokkur börn, sem ekki hafa lært neinar bænir.
Ekki mun það að minni ætlan skerða neitt kærleika Guðs í
vorn garð né vekja reiði hans, þótt vér leggjum niður bænirnar,
en vér minnkum með því — í líkingum talað —- gluggana á
íbúð vorri, lokuin meir en góðu hófir gegnir úti sólarljósið —
höfnum að meira eða minna leyti læknismætti þess og unaðs-
uppsprettu. Og þau börn, sem send eru bænarlaus út í ævi-
veðrin, eru miklu vanbúnari og villugjarnari en þyrfti að vera.
Sanngöfugustu menn sögunnar liafa allir verið miklir bæn-
armenn eftir því sem ég bezt veit. Þeir eru beztu vottar bæn-
arinnar.
Betri móður getur því vart en þá, sem einlægast og heitast
biður fyrir barni sínu.
Fá sýn er heldur fegurri en barn á bæn.
Sá siður getur aldrei lagzt niður á meðan mennirnir horfa
til liimins.
Domine, quo vadis?
Sögnin segir, að þegar Neró keisari hóf ofsóknir sínar á liend-
ur kristnum mönnum árið 64 e. Kr., hafi Pétur verið foringi
kristinna manna í borginni og þá hniginn að aldri. Triibi-æðr-
um hans liafi verið mjög í mun að hann héldi lífi og lagt fast
að lionum að flýja. Lét hann að lokum tilleiðast og hélt einn og
huldu höfði svo sem leið lá eftir Appiavegi. En er hann hafði
skammt farið út íir borginni mætti liann hinum upprisna
Drottni, sem stefndi til borgarinnar.
Spurði Pétur þá flemtri sleginn: „Hvert ætlarðu, herra?“
„Inn til borgarinnar og láta krossfestast í annað sinn“
Þá sneri Pétur við og stóð trúr á verðinum — unz hann lauk
sjálfur lífi sínu á krossi eins og meistarinn.
Mynd þessa viðburðar á mikið erindi til aldar vorrar.
Kristindómurinn á enn í vök að verjast. Hvernig stöndum vér
á verðinum?