Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 27

Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 27
Ártii Árnason, dr. med.: Kirkjan og ríkið JjAÐ er margþætt og mikið efni, sem felst undir fyrirsögninni: Kirkja og ríki, og því verð'a ekki gjörð skil í einu erindi. Það má ræða um lagalega lilið málsins, samband og samskipti kirkju og ríkis að gildandi lögum. Það má einnig ræða um upphaf og sögu þessa sambands o. s. frv. Ég mun nú leitast við að taka til athugunar þessa spurningu: A livaða rökum hyggist samband ríkis og kirkju og er það eðlilegt og gagnlegt? Það er jafnan nauðsynlegt liverjum sem er, að gjöra sér grein fyrir umhverfi sínu, því sem gjörist kringum liann, og svo er liér: Samkvæmt eðli málsins er það hið andlega um- hverfi, sem hér skiptir máli. Þegar vér höfum gert oss nokkra grein fyrir því, livernig þar er umhorfs og ástatt, þá verður auðveldara að svara þeirri spurningu, sem í raun og veru er mergurinn málsins, en liún er þessi: Er ríkinu þörf á kirkj- unni og er kirkjunni þörf á sambandi við ríkið? Hverjar og hvernig eru þá þær ástæður, sem liér skipta máli? Það er þá fyrst, að barátta er háð milli stefna og hugsjóna, harátta milli menningar og villimennsku, milli siðgæðis og siðleysis. Sú barátta hefur staðið lengi og hún breytir um svip eins og annað, eftir því sem tímar líða. En liún virðist nú varða °kkur meir en nokkru sinni áður. Það er öllum ljóst, að það er barizt um völdin í heiminum. Þessi barátta er nú nefnd ýms- um nöfnum og skipta þau ekki aðalmáli. Það, sem gjörir þessa haráttu svo örlagaríka, er ekki fyrst og fremst það, að barizt er um auð og völd og svonefndar mismunandi stjórnmála- skoðanir, lieldur hitt, að hún er barálta milli hugsjónakerfa,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.