Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 31
KIRKJURITIÐ
173
lega kirkjan öll, sem verðnr að taka þátt í baráttunni. Þessi
barátta á ekki að fara fram að liætti óvina kirkjunnar, ekki
fyrst og fremst með árásurn og því síður með liatursáróðri,
heldur með því að sýna yfirburði kristinnar lífsskoðunar í
orðum og athöfnum, í lífi sínu og samskiptum við alla meim.
En baráttan verður erfið og kirkjan verður að eflast að styrk,
fyrst og fremst inn á við. 1 því sambandi má fullyrða, að þörf
er á stóraukinni leikmannastarfsemi í kirkjunni. Að ætla
prestunum einum starfið er ámóta við það, að ætla verk-
stjórum einum alla vinnu. Kirkjan þarf að eflast að skilningi
á ástæðunum, að ábuga á starfi og starfsmenn liennar, bæði
lærðir og leikir, verða með öllum ráðum að reyna að ná
bugum fólksins, fyrst og fremst æskunnar. Aukin æskulýðs-
starfsemi kirkjunnar og ýms kristileg félagsstarfsemi er gleði-
legur vottur um aukinn skilning og framfarir í þessum efnurn.
Það er ekki ætlunin, að ræða liér eða færa sönnur á gildi
kirkjunnar í J)jóðlífinu, ekki ætlunin að ræða þann mikla
þátt, sem bún hefur átt í því, að mynda og móta vora vest-
rænu menningu, og ræða alla þá blessun, sem liún liefur verið
einstaklingum og þjóðum. Allt })etta er svo vel boðað og skýrt
af þjónum hennar, að liver sem vill, getur gjört sér það fylli-
lega ljóst. Hins vegar ætla ég að drepa á örðugleika liennar.
Þeir stafa annars vegar af beinum andróðri og bins vegar af
áhugaleysi og skilningsleysi á því, bvernig ástatt er.
Kirkjunni liefur oft verið liallmælt og bent á ýms mistök
1 starfi liennar og stjórn fyrr og síðar, og þau mistök bafa
jafnvel verið notuð til árása á grundvöll liennar, kristna trú.
Það verður að sjálfsögðu að játa, að þjónar kirkjunnar hafa
verið og eru ófullkomnir menn, sem mörgum hefur missýnzt
lmi margt og á ekki að þurfa að ræða jafn sjálfsagðan hlut.
En þess ber ekki síður að gæta, að J)ar hefur eiimig gætt áhrifa
haldrar efnishyggju. Hún hefur komið fram í stjórn og fram-
kvæmdum manna, sem kölluðu sig kristna og komust til valda
1 kirkjunni, ekki vegna kirkjunnar, lieldur vegna eigin auðs
°g valda. Það mætti í rauninni virðast furðulegt, bvert gengi
kirkjunnar er nú eftir þá meðferð, sem þessi blessaða stofnun
hefur oft orðið fyrir, bæði fyrr og síðar. Þetta er alkunnugt og
barf ekki um j)að að fjölyrða, og oss kristnum mönnum er lífs-
niattur hennar vitanlega ekki undrunarefni.