Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 33

Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 33
KIRKJURITIÐ 175 ingu, og gjört sér grein fyrir gildi hennar og blessun, kærir sig um að breyta uni til þess ástands, sem leiðir af hreinrækt- aðri, óbeflaðri efnishyggju og drepið hefur verið á fyrr í þessu niáli. Þessi er sannfæring vor kristinna manna og svo virðist, að þeir menn, sem nú liyggjast leggja lieiminn undir efnis- hyggjuna, séu svipaðrar skoðunar, því að þar sem barizt er til landvinninga í vestrænum, kristnum menningarríkjum, er lmn ekki látin koma fram í byrjun ódulbúin, lieldur undir sauðargæru. Hún getur komið fram sem ótakmörkuð trú og aðdáun á vísindum og hinni vinsælu tækni, eða í gervi þjóð- málastefnu, sem læzt vinna hið göfuga starf að jafnrétti allra og að bæta liag hinna snauðu, og er því álitleg í augum almenn- ings. 1 öllum löndum, þar sem er skoðanafrelsi, greinir nienn allverulega á í þjóðmálum. Skoðanir eru skiptar um, hvort þjóðnýting eða einkarekstur, víðtæk ríkisafskipti eða frjálst framtak sé vænlegra til eflingar og viðhalds verahllegrar þjóð- arvelgengni. Þótt kristnir menn séu ósammála um þessi atriði og mörg önnur, þá veldur sá ágreiningur ekki vandræðum og voða og sósíalismi og kapítalismi starfa hlið við lilið í sama þjóðfélaginu. Kirkjan tekur enga afstöðu til slíkra ágreinings- niála, til kapítalisma og sósíalisma í þessari merkingu, sízt að hún sé þeim andvíg, sem af einlægni vilja auka jöfnuð og rétt- læti í þjóðmálum. En það er til önnur tegund sósíalisma, sem svo nefnir sig, sem byggir á grundvelli, sem er framandi í kristnu þjóðfélagi, byggir á guðlausri efnisliyggju, samkvæmt yfirlýstri stefnu sinni. Þar er ekki aðeins deilt um landsmál, deilt um tilliögun á starfi þjóðfélagsins, heldur er grundvall- arágreiningurinn um lífsskoðun. En þegar baráttan snýst um ®ál og trúarsannfæringu, um frelsi eða kúgun, um réttlæti eða ofbeldi, þá er ágreiningurinn orðinn djúpstæðari og alvar- legri. Þá er liann orðinn liættulegur. Það er þessi ágreiningur, seni er undirrót kalda stríðsins. Það er þjóðarmein, live illa almenningi gengur að aðgreina þessa stefnu efnishyggjunnar frá sósíalisma í þeirri venjulegu merkingu, sem hér var drepið á* og það er skylda lærðra og leikra, að auka þennan skilning °g þessa þekkingu, ekki með ofsa og illdeilum, heldur með jákvæðri fræðslu í öllu bróðerni. f*á skal vikið að þeirri hlið málsins, sem snýr sérstaklega að ríkinu. Þar sem liugsjónastefna efnishyggjunnar og vor

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.