Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 35
KIRKJURITIÐ 177 þær hugsjónir, og andlegu verðmæti, sem eru undirstaða kristilegrar menningar. Því á annan veg verður þeirn ekki við haldið. Það er vitanlega fleira en eitt, sem hér getur orðið til hjálpar. Það eru ýms öfl, sem geta lagzt á eitl til stuðnings hinu góða málefninu, en í liinum kristna heimi er ekkert það afl, sem samkvæmt eðli sínu á að veita og getur veitt þá aðstoð fremur en kristin kirkja. Hún er frumkvöðull og fulltrúi kristinnar lífsskoðunar og þeirrar siðmenningar, sem viður- kennir mannréttindi og mannhelgi. Hún er afl, sem vinnur starf sitt óháð stjórnmálaskoðunum og stjórnmálabaráttu hverju sinni. Ríkið þarfnast Jiví kirkjunnar í haráttunni gegn efnisliyggjunni og gegn óheilbrigði og spillingu í þjóðlífinu. Hún er sterkasta reipið í þeirri baráttu, enda er reynslan sú, að niðurrifsöflin beinast fyrst og fremst gegn kirkjunni. Ríkið því að gjöra svo vel við kirkjuna, ekki í gustukaskyni, lieldur sjálfs sín vegna, svo að hún geti orðið því sem sterkust stoð og öfhigastur samherji í hinni góðu baráttu. Það er oft látið ;,ð því liggja, að kirkjan þurfi stuðning ríkisins, og þannig er V|ða ástatt hér á landi, að því er svo farið. En það er engu síður ríkið, sem þarfnast stuðnings kirkjunnar, stuðnings sterkr- ari starfandi kirkju. Það er því rökrétt hugsun, að kristin kirkja skuli vera þjóðkirkja og að ríkið skuli styðja liana og vernda. km það má aftur á móti deila, hvert sé samband ríkis og þjóðkirkj u að gildandi lögurn og á hvern liátt stuðningi ríkis- lns skuli hagað, svo að fullnægt sé öllu réttlæti, þörfum og sanngirni í þeim viðskiptum. Héi verða því máli ekki gjörð ®kil, en aðeins skal drepið á eitt atriði, sem að vísu er mikil- yægt. Ríkið liefur á hendi ýmsar framkvæmdir til almennings- keilla, svo sem heilbrigðismál, menntamál o. s. frv., skipar starfsstéttir til þessara framkvæmda og ákveður tölu starfs- n,anna og kjör þeirra. Kristin kirkja, sem er frjáls félagsskapur 11,11 ákveðna lífsskoðnn og starf að útbreiðslu hennar, er í eðli s,nu vitanlega ekki nein sérstök deild landsmála, ekki stofnun, Sem ríkið getur komið á, sett starfsreglur eða lagt niður, enda þótt þau ríki séu til, þar sem starf hennar liefur verið liindrað lneð ofbeldi, og þótt því geti jafnvel brugðið fyrir í kristnu r*ki, að svo virðist sem það þvkist eiga kirkjuna með öllum "°gnum og gæðum og geti farið með hana að vild sinni. En 12

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.