Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 36

Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 36
KIRKJURITIÐ 178 fríkirkjurnar taka af öll tvímæli í þessu sambandi. Kristin kirkja boðar Krist. Starf bennar miðar að því, að veita öllum kost á þeim andlegu gæðum og verðmætum, sem auka mann- göfgi, veita sálarfrið og fullnægja ákveðinni þrá mannsandans. Svipuðu eða skyldu hlutverki gegna listirnar á sínu sviði, séu þær ekki afvegaleiddar, og þessu tvennu má þá helzt líkja saman. Stuðningi ríkisins við kirkjuna ætti þá að svipa til stuðnings þess við listir og sjálfstæðar vísindarannsóknir, þar sein starfsemin er frjáls og starfsmennirnir óbundnir af ríkis- valdinu. Kirkjan á að vera sjálfstæð stofnun, sem nýtur þess stuðnings frá ríkinu, sem hún þarf liverju sínni, til þess að geta sinnt fyllilega hlutverki sínu til lieilla og blessunar fyrir þjóðfélagið. Ver þú mér hjá (H. F. Lyte) Ver þú mér hjá, — nú skuggar falla skjótt, skærasta ljósið hylur koldimm nótt. Þá vinir bregðast, samúð færist fjær, frelsari smælingjanna, ver mér nær. Fljótt hverfa dagar lífsins endi að, allt jarðar glit og glys — nú fölnar það. Breyting og hrörnun allt umhverfis er, ó, þú, sem ekki breytist, ver hjá mér. Nærveru þinnar þarfnast ég hvert spor, þín fórn ljær syndaranum kraft og þor. Hver nema þú fær skapað skjól og hlíf? f skugga og birtu, Drottinn, ver mitt líf. Við þína hlið ég óttast ekki neitt, illskan er sigruð, tár fá svölun veitt. Hvar er þinn broddur, dauði? Gröf, þín grimmd? Gersigrað allt við þína dýrðarmynd. Lyft þínum krossi upp að augum mér, uppljóma myrkrið, sýn mér dýrð hjá þér. Himinninn opnast, jörðin færist fjær, Frelsari’, í lífi og dauða ver mér nær. Þorvaldína Ólafsdóttir íslcnzkaói.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.