Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 42

Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 42
KIRKJURITIÐ 184 „Ég lief engan tíma til að' sóa í amlkommúnisma. Ég er ekki fyrst og fremst andsnúinn neinu, heldur alltaf samúðarríkur í garð annarra“. „Trúin er bundin við kærleika en ekki stéttir cða kerfi“. Dominique Georges Pire var sjálfur í liópi flóttamanna, þeg- ar hann var aðeins fjögurra ára gamall. Þegar þýzku lierirnir ruddust yfir Belgíu í ágústmánuði 1914, hrenndu þeir til kaldra kola 1300 hús í Dinant, þar sem Pire var fæddur. Samtímis myrtu þeir 660 íbúa, þar á meðal afa Pire, sem var skotinn niður fvrir framan húsið sitt. Foreldrar Pire flúðu með dreng- inn á smákænu yfir Meuseána, síðan leituðu þau hælis í Eng- landi, og varð faðirinn þar skólastjóri í Esse. Árið 1917 var hann kvaddur til Laigle í Normandí til þess að koma þar skip- un á skólahald. Lagði Iiann þá málstað mörg hundruð belg- ískra flóttamanna mikið lið. Á sínum tíma gekk Georges í dómínanska klaustrið La Sarte í Huy. Eftir að hafa lokið námi í Róm og Louvain, livarf liann aftur til klausturs síns og gerðist kennari í siðfræði. Þá vakn- aði áhugi hans á kjörum munaðarlausra barna, sem trúboðs- systur þar í borginni höfðu tekið að sér. Komst Pire yfir leik- svæði í landareign herragarðs eins þar í grenndinni og fékk kvenskáta til að Iijálpa sér að starfrækja hann í þágu ungling- anna í borginni. Þegar Þjóðverjar liernámu Belgíu í síðari heimsstyrjöldinni, hafði Pire, sem þá var nýoröinn prestur, um það hil 1000 heimilislaus hörn á sínum snærum í fjögur ár. 1 stríðslokin var Pire gerður að sóknarpresti. Og í sjö ár vann hann ótrauður og berhentur að heill sóknarharna sinna. Þá har svo við að liann komst í kynni við Ameríkana að nafni Ed Squadrille, sem liafði unnið að stjórnarstörfum í flótta- mannabúðum í austurrísku Tyrol. Hann varð fyrstur til að segja föður Pire frá liinu hörmulega hlutskipti „eftirlegukindanna“ meðal flóttamannanna — leifunum, þ. e. mönnum, sem annað hvort þóttu of gamlir eða veikburða til að geta gerzt nokkurs staðar nýir landnemar. Belgíska prestinum rann frásögnin til ryfja, og hann tók sig til og lieimsótti þessa vesalinga í kví þeirra. Og þá gat hann ekki varizt þess að rísa öndverður gegn því hvernig þessi strá, sem svo sárlega þörfnuðust tillits- semi og hlýju, voru hart og lilífðarlaust leikin.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.