Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 43
KIRKJURITIÐ J35
Upp frá þessu gat faðir Pire aldrei lirint frá sér umliugsun-
inni um „þetta djúpstæða graftarkýli“.
Fyrsta skrefið, sem liann tók, var að koma upp hópi styrktar-
manna til að senda „eftirlegukindunum“ vinarbréf og gjafir.
Næst breytti hann brauðsölubúð í Huy í liæli fyrir aldraða
flóttamenn og jók síðan tölu slíkra liæla eftir því sem ústæður
leyfðu. Varð þetta stofninn að fyrsta „Evrópuþorpi“ föður
Pire í Aix-la-Cbapelle í Þýzkalandi. En það var sjálfstætt smá-
býsabverfi, þar sem flóttamannafjölskyldum var veitt færi á
að byrja lífið á nýjan leik. Þeir fengu að annast eigin beimili,
og liafa ofan af fyrir sér með hinum og þessum störfum í þágu
samfélagsins. Dýrasta eignin til að byrja með var póstkassinn
á húshliðinni, tákn þess að nú befðu þeir loksins endurheimt
samastað og utanáskrift.
Mörg vandamál spruttu upp. Nauðsyn bar til að sætta ná-
grannana við „þessa óboðnu gesti“. Afla varð fjár bæði til að
reisa húsin og búa þau gögnum, og það þurfti að velja íbúana
úr mörgum þúsundum. Og þótt nýbyggjarnir væru seztir að,
var ótal margt óleyst.
Annað Evrópuþorpið í röðinni reisti faðir Pire í Bregenz í
Austurríki 1956, hið þriðja í Bavaríu 1957. Tvö, sem stofnsett
voru 1957, voru heitin eftir miklurn mannvinum. Annað þeirra
er Friðþjófs Nansens þorpið í Bercliem-Sainte-Agathe í Belgíu,
en liitt Alberts Scliweitzers þorpið í Spiesen í Saar. Otto
F rank og kona lians, sem bæði böfðu fengið að kenna á fanga-
búðavistinni, voru viðstödd vígslu sjötta þorpsins, sem nefnt
var eftir önnu, dóttur þeirra, árið 1959. Það er í Wupertal í
Þýzkalandi. Sjöunda þorpið er líka í Þýzkalandi og kallað eftir
Antoine de Saint-Exupery, sem er einn af eftirlætisgoðum föður
Pire.
Þetta fyrirtæki föður Pire hefur þróazt í samtök, sem nefn-
ast „Opinn faðmur mót alheimi“. Sókn Pire nær langt ul fyrir
Evrópu, m. a. hefur liaun verið kvaddur til Mið- og Austur-
Asíu til umbóta á högum flóttamanna. „Ég er óháður öllurn
landamærum“, segir liann. „Ég berst gegn öllum girðingum,
hleypidómum og stöðnuðum þjóðfélagsskoðunum. Eini sam-
nefuarinn er hið margskipta mannkyn. Mér er ekkert í mun