Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 44
186
KIRKJURITIB
að snúa mönnum til minnar stefnu, rómversk-kaþólskunnar.
Takmark mitt er að leggja ljós- og ástúðarbrú yfir hin æðandi
vötn heimsvaldastefna, andheimsvaldastefna og kynþátta-
haturs“.
„Opinn faðmur mót alheimi“ hefur bækistöðvar sínar í húsi
nokkru í Rue de Marche 45 í Huy. Eru þar margir menn að
verki. Á neðstu hæðinni eru fata- og malvælabirgðir. Á annarri
og þriðju hæð eru mikil skjalasöfn um flóttamenn, sem gjarn-
an vilja komast þangað, sem þeim er veitt góðfúsleg viðtaka
og lýsingar á ótal gamalmennum, sem engum eru aufúsugestir
og „almennir borgarar hafa gleymt að væru til“.
„Opinn faðmur mót alheími“ krefst mikils fjár. „Ég á enga
styrktarsjóði né nýt heldur fastra tekna“, segir faðir Pire. „Ég
neyðist því til að eyða tveim þriðju af tíma mínum í fjár-
söfnun. Það kostar 60.000 belgíska franka að koma fótunum
undir livern hælisleysingja“. En umhugsun prestsins beinist
ekki aðeins að flóttamönnunum, lieldur þjóðfélaginu, sem
veigrar sér við að hjóða þeim hælisvist. Hann er í senn æðru-
laus spámaður og slunginn fjármálamaður, þegar liann ávarpar
borgarráðin, velgerðarfélögin og hina og þessa borgara í þeim
vændum að tala máli flóttamannanna og annarra skjólstæð-
inga sinna.
Faðir Pire veit fullvel að athliafnaþránni liættir til að sljóvg-
ast, þótt lmn kunni að blossa snöggvast upp í brjósti áheyr-
endanna. Þess vegna dregur hann ósjaldan upp spjald úr hvít-
um hempuvasanum, sem á er letrað nafn og heimilisfang, og
afhendir það væntanlegum stuðningsmanni. „Viltu ekki senda
þessum vesalingi nokkrar línur?“ spyr liann. Oft ber slíkt bréf
ríkulega ávexti. Og eftir einn fundinn skrifaði Þjóðverji hon-
um eftirfarandi: „Ég var hermaður á rússnesku vígstöðvunum
í fimm mánuði. Við ullum miklum þjáningum þar í landi.
lítvegaðu mér rússneskt fósturbarn“.
(G. Á. ísl.).