Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 5

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 5
KIRKJURITIÐ 291 um við ])að, seni helzt þykir fréttnæmt og frásagnarvert, ef vér spyrjum blöðin og miðum við stórfyrirsagnir og mynda- síður, þá gerist einkanlega það, að fáeinir voldugir liníflast og etjast á, nokkrir illræðismenn skemma, ræna og drepa, einliver slær met í fimi eða aflraun og kvenfólk striplast á almannafæri, svo að ástin kulni ekki út í þessum svala lieimi. í*oir, sem spyrja frétta])jónustu nútímans, livað sé tíðinda í heiminum, finna fátt af því, sem þó er sagan sjálf, sú saga, sem hin stríðandi, eðlilega manneskja er að lifa og verður undirstaða þeirrar framtíðar, sem bíður vor, liver svo sem l'ún kann að verða. Ég er ekki með þessum orðum að lireyta neinu að blöðum og fréttamönnum út af fyrir sig, enda væru slíkir siðabótartilburðir af minni hálfu næsta tilgangs- btlir. Ég er aðeins að benda á staðreynd, sem með nokkru móti tilheyrir voru mannlega eðlisfari. Það, sem er eðlilegt, „norm- ab“, liefur ekki liátt um sig, vekur ekki athygli, er engar frétt- iv- Einn vanskapaður kálfur verður frægari í svipinn en allar landsins kýr. Hver er saga vor á liðnu ári, hræður mínir? Hún er á mannlegan mælikvarða saga liversdagsleikans, svo til etig- >un munnbiti af blaðamat, m.ö.o. saga af venjulegu líli manna, se>n svöruðu kvöðum daganna eftir því sem þær bar að hönd- uni, stóðu hver á sínum stað og inntu sína þjónustu af liendi við meðbræður og þjóð. Mannlega skoðað er þetta allt og 8umt eða nálega ])að. Atburðir hafa að sjálfsögðu orðið, sem skera sig eitthvað úr, í starfssögu einstaklinga, í lífi safnaða °g kirkjunnar í lieild, en líka þeir voru að jafnaði svo „norm- al , svo eðlilega skapaðir eða þóttu svo sjálfsagðir, að þeir verða ekki með neinum stórmerkjum taldir. Vera má, að kirkj- an sé of hljóðlát í starfi sínu. Vera má, að liana skorti einurð, hugkvæmni eða lag til þess að vekja rétta og holla athygli á tilveru sinni og erindi sínu. Hugsazt gæti líka, að su „liægri heyrn“, sem Hallgrímur talar um í vissu sambaudi, sé almennt venju fremur sljó nú á tímum, sakir þess m. a., að „vinstri hlustin" sé oftamin við það, sem lienni hentar. Þetta getur allt verið og meira en líklegt, að svo sé. Það er mál, sem vert er og skylt að athuga í sínu sambandi. Og það má líka telja Hokkurn veginn öruggt, að prestur er ekki á réttri leið, ef enginn liefur neitt við liann að atliuga nokkru sinni. Mann- eskjan er ekki nægilega ,,normal“ til þess, að lífsviðbrögð heil-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.