Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 9

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 9
KIRKJURITIÐ 295 dyggur sonur kirkjunnar og tókst fúslega á hendur ábyrgðar- störf fyrir liana. Hann var um áratugi í sóknarnefnd Dómkirkj- unnar og sat í Kirkjuráði fyrsta kjörtímabil þess. Ingibjörp Ólafsson lézt 6. þ. m. á Englandi þar sem bún liafði verið búsett um langt skeið undanfarið. Hún vann ævistarf sitt að mestu leyti erlendis, en það var merkilegt og margþætt, og Islandi til álitsauka. Merki þess er m. a. sá minningarsjóður, sem vinur liennar, Despina Karadja, prinsessa, liefur stofnað í virðingar- og þakkarskyni fyrir störf liennar og til styrktar kristnum málefnum hér á landi. Ingibjörg var heiðursfélagi Hins ísl. Biblíufélags, enda mikill velunnari þess og fulltrúi á erlendum vettvangi. Þessum látnu mönnum vottum vér virðingu og þakkir kirkju vorrar og rísum úr sætum. Nýir menn í prestastétt Þrír ungir menn hafa tekið prestsvígslu á árinu. Þórarinn Þórarinsson vígðist 25. júní, settur prestur í Vatns- endaprestakalli í S.-Þingeyjarprófastsdæmi. Hann er f. 14. juni 1932 að Krossdal í Kelduliverfi, sonur hjónanna Þórarins bónda uð Krossdal Jóliannessonar og Ingveldar Guðnýjar Þórarins- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1952 og embættisprófi í guð- fræði frá Háskóla íslands 1960. Hann er kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur. Árni Pálsson var vígður 20. ágúst, skipaður prestur í Mikla- holtsprestakalli í Snæfellsnessprófastsdæmi að undangenginni lögmætri kosningu. Sr. Árni er f. 9. júní 1927 að Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Páls verkstjóra Þorbergssonar og Önnu Árnadóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1948 og emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1954. Ivona hans er Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Sigurpáll Óskarsson vígðist 8. okt., settur prestur í Bíldu- dalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Ilann er f. 19. febr. 1931 að Klömbrum í Aðaldal, sonur hjónanna Oskars Jónssonar, hónda þar, og Hildar Baldvinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1955 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1961. Hann er kvæntur Guðrúnu Vilhjálmsdóttur. Ég fagna þessurn nýju starfsmönnum í prestastétt og bið þeim blcssunar drottins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.